Tímamótasamningar um svæðisbundin farsældarráð í öllum sveitarfélögum landsins
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
11.10.2024
kl. 09.18
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði í gær samninga við sjö landshlutasamtök sveitarfélaga um ráðningu verkefnisstjóra sem leiða mun undirbúning að stofnun svæðisbundins farsældarráðs í hverjum landshluta fyrir sig. Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að með samningunum hafi öll sveitarfélög landsins skuldbundið sig til þess að hefja vinnu við að hrinda 5. grein laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í framkvæmd. Markmiðið er að börn og foreldrar geti fengið aðgang að samþættri þjónustu við hæfi, án hindrana.
Meira