Fréttir

Hefðu báðar viljað spila aðeins meira

Skagstrendingarnir og Tindastólsstúlkurnar Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir hafa síðustu daga verið með U17 landsliði Íslands í knattspyrnu en liðið hefur nýlokið þátttöku í undankeppni EM 2024/25 en keppnin fór fram í Skotlandi. Liðið lék þrjá leiki, mættu Skotum, Pólverjum og Norður-Írum og vann einn leik en tapaði tveimur. Feykir lagði í morgun nokkrar spurningar fyrir Elísu Bríeti.
Meira

Spáð snjókomu og éljum á morgun

Færð á vegum á Norðurlandi vestra er alla jafna góð nú að morgni en víðast hvar er greiðfært. Þó eru hálkublettir í Blönduhlíð og á Öxnadalsheiði og sömuleiðis á Þverárfjalli og á stöku stað á þjóðvegi 1 í Húnavatnssýslum. Útlit er fyrir ágætis veður í dag en með kvöldinu þykknar upp og má búast við snjókomu í nótt en dregur úr með morgninum.
Meira

Fyrsti sigur Stólastúlkna í efstu deild á þessari öld kom í upprúllun á Stjörnunni

Kvennalið Tindastóls í körfunni tók á móti liði Stjörnunnar í Síkinu í kvöld í annari umferð Bónus deildarinnar. Margir óttuðust erfiðan leik gegn spútnikliði síðasta tímabils, Stjörnunni, sem hafði lagt Íslandsmeistara Keflavíkur í fyrstu umferð á meðan lið Tindastóls steinlá í sveiflukenndum leik gegn Aþenu. En það er ekki á vísan að róa þegar kemur að íþróttum og í kvöld hefði mátt halda að það hefði verið lið Tindastóls, ekki Stjörnunnar, sem stóð sig með glæsibrag í efstu deild á síðasta tímabili. Stólastúlkur leiddu frá fyrstu til síðustu mínútu í leiknum og unnu öruggan 26 stiga sigur, 103-77.
Meira

Sigurdís og Bergmál fjallanna

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 10. október, heldur húnvetnska tónlistarkonan Sigurdís tónleikana „Bergmál fjallanna” í Djúpinu í Hafnarstræti í Reykjavík. Sigurdís er lagasmiður, píanóleikari og söngkona, búsett í Danmörku, en alin upp í Ártúnum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Valur Freyr ráðinn slökkviliðsstjóri í Húnaþingi vestra

Valur Freyr Halldórsson verður nýr slökkviliðsstjóri Brunavarna Húnaþings vestra frá 1. nóvember næstkomandi. Starfið, sem er 75% starf, var auglýst laust til umsóknar í síðasta mánuði með umsóknarfresti 1. október. Ein umsókn barst. Hvanndalsbróðirinn Valur hefur raunar gegnt starfinu frá í fyrra en þá var staðan auglýst til eins árs.
Meira

Forsæludalur kominn í eigu Orkusölunnar

„Best hefði verið fyrir sveitina að áfram væri búskapur á jörðinni en það lá fyrir við búskaparlok fyrri eigenda að líklega væri hefðbundnum búskap í Forsæludal lokið,“ segir Jón Gíslason, bóndi á Hofi í Vatnsdal, aðspurður um kaup Orkusölunnar á jörðinni Forsæludal sem er fremsta byggða ból í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Gengið var frá kaupunum í síðasta mánuði.
Meira

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni fer fram í kvöld þegar Stjarnan kemur norður.
Meira

Tónleikar í Bjarmanesi

Laugardagskvöldið 12. október nk. verða tónleikar haldnir í samtarfi við Minningarsjóðinn um hjónin frá Vindhæli og Garði í Bjarmanesi á Skagaströnd. Það er hinn eini sanni Magnús Þór sem mætir á Skagaströnd með gítarinn. 
Meira

Elísa Bríet valin efnilegust í Bestu deildinni af Fótbolti.net

Bestu deild kvenna í knattspyrnu lauk um helgina og það fór svo að eftir toppeinvígi Vals og Breiðabliks þá voru það Blikar sem fögnuðu Íslandsmeistaratitli eftir hreinan úrslitaleik gegn Val í síðustu umferð. Jafntefli dugði þeim grænu til sigurs og markalaust var það. Fótbolti.net tilkynnti í gær um val á liði ársins og þá valdi miðillinn efnilegasta leikmann deildarinnar og það hnoss féll í hlut leikmanns Tindastóls, Elísu Bríetar Björnsdóttur frá Skagaströnd. Til hamingju Elísa Bríet!
Meira

Jón Oddur keppir í pílu á erlendri grundu

Einn félagi í Pílukastfélagi Skagafjarðar er að fara að taka þátt í stóru alþjóðlegu móti dagana 9.-13. október næstkomandi. Í tilkynningu á Facebook-síðu PKS er sagt frá því að Jón Oddur Hjálmtýsson er að fara í keppnisferð til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í þremur keppnum; WDF World Open, WDF World Masters og WDF World Championship Qualifier.
Meira