Fréttir

Húnaþing vestra auglýsir starf verkefnisstjóra stjórnsýslu-, atvinnu- og kynningarmála

Húnaþing vestra leitar að drífandi einstaklingi í stöðu verkefnastjóra stjórnsýslu-, atvinnu- og kynningarmála á fjármála- og stjórnsýslusviði sem vinnur þvert á öll svið sveitarfélagsins. Um fjölbreytt og spennandi framtíðarstarf er að ræða hjá sveitarfélagi í sókn. Starfið krefst færni á ýmsum sviðum, m.a. á leiðum til kynningar- og miðlunar, umsjón viðburða, styrkjaumhverfi, stjórnsýslu, o.m.fl. Um 100% starf er að ræða.
Meira

Auðlindirnar okkar

Flest erum við sammála um að sameign þjóðar á auðlindum eigi að vera meitluð í stjórnarskrá sem og ákvæði um sjálfbæra nýtingu. Umgengni við auðlindir hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eru brotalamir í umgjörð. Nú þegar verið er að setja eftir á reglur um nýtingu fjarðanna fyrir lagareldi sést hversu óheppi­legt það er.
Meira

Séra Sigríður settur prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi

Fjölmenni var við messu í Hóladómkirkju í gær en þá var sr. Sigríður Gunnarsdóttir frá Flatatungu sett inn í embætti prófasts í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Í færslu á Facebook-síðu Hóladómkirkju segir að efnt hafi verið til veislu á eftir þar sem þær fengu sinn hvorn blómvöndinn, sr. Sigríður og sr. Dalla Þórðardóttir á Miklabæ, fráfarandi prófastur, og henni þökkuð farsæl störf.
Meira

Gildran í Gránu á laugardaginn

Gildan – lengi lifi rokkið er yfirskrift stórviðburar sem framundan er í Skagafirði þegar hljómsveitin Gildran mætir á Krókinn laugardaginn 18. maí kl. 20:30. Ein magnaðasta rokkhljómsveit Íslandssögunnar fer í gegnum ferilinn og spilar öll bestu lögin, já öll bestu lögin og meira til. Þetta verður veisla!
Meira

Reiðufé fannst í Húnabyggð

Reiðufé fannst í sveitarfélaginu Húnabyggð fyrir skemmstu og var komið til lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að eðli máls samkvæmt sé ekki unnt að veita frekari upplýsingar um hið fundna reiðufé.
Meira

Freyr ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar stéttarfélags

Skagfirðingurinn Freyr Rögnvaldsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar stéttarfélags. Freyr er stjórnmálafræðingur að mennt, frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Lundi. Hann hefur síðustu 17 ár unnið sem blaðamaður á ýmsum fjölmiðlum, meðal annars Heimildinni, Stundinni, DV, Eyjunni, Bændablaðinu og á 24 stundum. Freyr hlaut Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands árið 2018 fyrir rannsóknarblaðamennsku þegar hann rannsakaði og greindi eignarhald auðmanna á íslenskum bújörðum. Hann hefur þá einnig í tvígang verið tilnefndur til verðlaunanna.
Meira

Góður sigur Tindastóls í Eyjum

Karlalið Tindastóls spilaði í dag fyrsta leik sinn þetta sumarið í 4. deildinni. Strákarnir sátu hjá í fyrstu umferðinni þar sem leiknum sem vera átti á Króknum í síðustu viku var frestað um mánuð vegna vallaraðstæðna. Því var fyrsti leikur liðsins strembinn útileikur gegn liði KFS á Týsvellinum í Vestmannaeyjum. Stólarnir gerðu sér þó lítið fyrir og lögðu heimamenn í gras. Lokatölur 1-3.
Meira

Sandgerðingar sóttu gull í greipar Húnvetninga

Húnvetningar léku annan leik sinn í 2. deildinni í knattspyrnu í gær og var leikið á Dalvík þar sem Sauðárkróksvöllur er ekki í lagi. Ekki reyndist þessi flutningur yfir í Eyjafjörð liði Kormáks/Hvatar happadrjúgur því lið Reynis hafði betur í leiknum og fór heim í Sandgerði með þau þrjú stig sem voru til skiptanna. Lokatölur 1-3.
Meira

Rabb-a-babb 225: Kristrún Frosta

Það eru örugglega ekkert allir sem vita að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands, rekur ættir sínar í Lýtingsstaðahreppinn. Það var því upplagt að plata hana í að svara Rabb-a-babbi. Kristrún er fædd í maí 1988 en þá var Bítlalagið With a Little Help From My Friends í flutningi Wet Wet Wet á toppi breska vinsældalistans og Perfect með Fairground Attraction í öðru sæti.
Meira

Kemst langt á ákveðni og einbeitingu

Saga Ísey Þorsteinsdóttir frá Hvammstanga er ansi efnileg knattspyrnustúlka. Hún er nýlega orðin 16 ára gömul en hefur skorað grimmt í gegnum tíðina. Síðasta sumar gerði hún 16 mörk fyrir 3. flokk Tindastóls/Hvatar/Kormáks sem náði fínum árangri á Íslandsmótinu og þrátt fyrir að hún spilaði upp fyrir sig, 15 ára síðasta sumar, þá gerði hún 13 mörk fyrir 2. flokk THK. Svo er Saga Ísey líka í Skólahreystisliði Grunnskóla Húnaþings vestra sem er komið í úrslitin.
Meira