Gildran í Gránu á laugardaginn

Hljómsveitin Gildran. MYND AF NETINU
Hljómsveitin Gildran. MYND AF NETINU

Gildan – lengi lifi rokkið er yfirskrift stórviðburar sem framundan er í Skagafirði þegar hljómsveitin Gildran mætir á Krókinn laugardaginn 18. maí kl. 20:30. Ein magnaðasta rokkhljómsveit Íslandssögunnar fer í gegnum ferilinn og spilar öll bestu lögin, já öll bestu lögin og meira til. Þetta verður veisla!

Gildran kom aftur saman haustið 2023 eftir smá pásu og hefur nú leikið nokkra tónleika þar sem alltaf hefur verið uppselt og stemningin frábær en hljómsveitin var stofnuð árið 1985 og fagnar því brátt 40ára afmæli. Sveitin er skipuð þeim Þórhalli Árnasyni, Karli Tómassyni, Birgi Haraldssyni og Sigurgeiri Sigmundssyni. /gg

Miðasala er á Tix.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir