Fréttir

Góður sigur Tindastóls í Eyjum

Karlalið Tindastóls spilaði í dag fyrsta leik sinn þetta sumarið í 4. deildinni. Strákarnir sátu hjá í fyrstu umferðinni þar sem leiknum sem vera átti á Króknum í síðustu viku var frestað um mánuð vegna vallaraðstæðna. Því var fyrsti leikur liðsins strembinn útileikur gegn liði KFS á Týsvellinum í Vestmannaeyjum. Stólarnir gerðu sér þó lítið fyrir og lögðu heimamenn í gras. Lokatölur 1-3.
Meira

Sandgerðingar sóttu gull í greipar Húnvetninga

Húnvetningar léku annan leik sinn í 2. deildinni í knattspyrnu í gær og var leikið á Dalvík þar sem Sauðárkróksvöllur er ekki í lagi. Ekki reyndist þessi flutningur yfir í Eyjafjörð liði Kormáks/Hvatar happadrjúgur því lið Reynis hafði betur í leiknum og fór heim í Sandgerði með þau þrjú stig sem voru til skiptanna. Lokatölur 1-3.
Meira

Rabb-a-babb 225: Kristrún Frosta

Það eru örugglega ekkert allir sem vita að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands, rekur ættir sínar í Lýtingsstaðahreppinn. Það var því upplagt að plata hana í að svara Rabb-a-babbi. Kristrún er fædd í maí 1988 en þá var Bítlalagið With a Little Help From My Friends í flutningi Wet Wet Wet á toppi breska vinsældalistans og Perfect með Fairground Attraction í öðru sæti.
Meira

Kemst langt á ákveðni og einbeitingu

Saga Ísey Þorsteinsdóttir frá Hvammstanga er ansi efnileg knattspyrnustúlka. Hún er nýlega orðin 16 ára gömul en hefur skorað grimmt í gegnum tíðina. Síðasta sumar gerði hún 16 mörk fyrir 3. flokk Tindastóls/Hvatar/Kormáks sem náði fínum árangri á Íslandsmótinu og þrátt fyrir að hún spilaði upp fyrir sig, 15 ára síðasta sumar, þá gerði hún 13 mörk fyrir 2. flokk THK. Svo er Saga Ísey líka í Skólahreystisliði Grunnskóla Húnaþings vestra sem er komið í úrslitin.
Meira

Strandveiðin komin á fullt

Þann 2. maí hófst strandveiðitímabilið en það gefur smábátaeigendum leyfi til að veiða í 48 daga yfir fjóra mánuði sem gera 12 daga í hverjum mánuði. Síðastliðin tvö ár hefur reyndar veiðin verið stöðvuð í byrjun/miðjan júlí og eru strandveiðimenn alls ekki sáttir við það og segja að stöðva þurfi yfirgang stórútgerðarinnar í að sölsa undir sig veiðiheimildir sem ætlaðar hafa verið til að efla hinar dreifðu byggðir. Strandveiðin byrjaði mjög vel og segir á mbl.is að á fyrsta degi lönduðu 402 strand­veiðisjó­menn 336,4 tonn­um á öllu landinu. Þar af voru 312,6 tonn af þorski, 752 kíló af gull­karfa, 4,4 tonn af ufsa, sam­kvæmt gögn­um sem Fiski­stofa gaf út.
Meira

Eldri borgarar í Húnaþingi vestra gerðu gott mót

Þrjár sveitir frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra tóku í gær þátt í Vesturlandsmótinu i boccia sem fram fór í Snæfellsbæ. „Í fyrsta skipti náði lið frá okkur í úrslit, vann sinn riðil og endaði í 4. til 6. sæti,“ segir í frétt á Facebook-síðu félagsins. Það voru níu manns sem tóku þátt í mótinu fyrir hönd eldri borgara í Húnaþingi vestra.
Meira

Jákvæður viðsnúningur hjá Húnaþingi vestra

Húnahornið greinir frá því að Húnaþing vestra hafi í fyrra skilað 77,6 milljón króna rekstrarafgangi og er það umtalsvert betri niðurstaðan en fjárhagsáætlun ársins með viðaukum gerði ráð fyrir. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir 86 milljón króna neikvæðri rekstrarniðurstöðu. Helsta skýringin er söluhagnaður rekstrarfjármuna sem nam 64,4 milljónum. Árið 2022 var rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins neikvæð um 86 milljónir.
Meira

Bráðum verður hægt að hlaupa rathlaup í Húnabyggð

Um þessar mundir er verið að gera rathlaupakort í Húnabyggð og af því tilefni er boðið á námskeið í rathlaupum sunnudaginn 19. maí nk. kl.14-18. 
Meira

Blönduósingurinn Eysteinn Pétur er nýr framkvæmdastjóri KSÍ

Varnarjaxlinn ólseigi, Eysteinn Pétur Lárusson, Blönduósingur og Bliki síðustu árin, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ en hann mun hefja störf 1. september 2024. Eysteinn Pétur kemur til KSÍ frá Breiðabliki þar sem hann var framkvæmdastjóri aðalstjórnar og áður knattspyrnudeildar félagsins í rúm 10 ár.
Meira

Emma Katrín Íslandsmeistari í 2. deildinni í badminton

Meistaramót Íslands í badminton fór fram í húsnæði Badmintonfélags Hafnarfjarðar við Strandgötuna í Hafnarfirði dagana 25.-27.apríl. Tindastóll sendi einn keppandi til leiks, Emmu Katrínu Helgadóttur en hún keppti í 2. deild, spilaði mjög vel og vann mótið sannfærandi án þess að tapa lotu. Hún vann þannig fyrsta Íslandsmeistaratitill Tindastóls í fullorðinsflokki í badminton.
Meira