Fréttir

Langar ykkur að taka þátt í krakkakosningunum?

Umboðsmaður barna og KrakkaRÚV standa fyrir sínum sjöttu Krakkakosningum, nú í tengslum við forsetakosningarnar sem haldnar verða þann 1. júní nk. Með Krakkakosningum er börnum gefið tækifæri á að láta í ljós skoðanir sínar á frambjóðendum og er það í samræmi við það sem m.a. kemur fram í Barnasáttmálanum, samningi Sameinuðu þjóðanna um rétttindi barnsins, þar sem segir að börn eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RUV að kvöldi kosningadags.
Meira

Vala María bakar og fagnar fólki í Áshúsi

Það er komið sumar þó hitastigin séu nú varla til skiptanna en farið er að örla á auknum túrisma. Sumarið kallar á meiri umsýslu á veitingastöðum og kaffihúsum og í Skagafirði er að sjálfsögðu opið á þeim stöðum sem jafnan eru opnir og nokkrir hafa bæst við með hækkandi sól. Þannig er Vala María Kristjánsdóttir nýr verkefnastjóri matarupplifunar í Áshúsi Byggðasafnsins í Glaumbæ en kaffihúsið opnar 20. maí.
Meira

Hópslysaæfing á Blönduósi

Síðastliðna helgi var haldin hópslysaæfing þar sem viðbragðsaðilar af öllu Norðurlandi vestra tóku þátt. Til æfingarinnar mættu tæplega 200 manns þar sem æfð voru viðbrögð við fjölmennu slysi hópbifreiðar og fólksbifreiða.
Meira

Jón sækir okkur heim!

Forsetjaframbjóðandinn Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og einn alvinsælasti listamaður landsins, er á faraldsfæti líkt og flestir ef ekki allir frambjóðendurnir. Hann ætlar að sækja Norðurland vestra heim laugardaginn í hvítasunnu, 18. maí, og verður fyrst á Hótel Blönduósi kl. 11 og býður síðan öllum áhugasömum í spjall í Sauðárkróksbakarí kl. 14.
Meira

Meistarar Vals reyndust Stólastúlkum sterkari

Ekkt tókst liði Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu að fylgja eftir tveimur flottum sigrum með því að leggja Íslandsmeistara Vals á Hlíðarenda í gær og reyndar að öllum líkindum ekki margir sem reiknuðu með því. Yfirleitt hefur liðið mátt þola stóra skelli gegn Valsliðinu en í gær náðu stelpurnar okkar að gera meira vesen fyrir Val en oftast áður. Við vorum meira að segja með forystuna í rétt tæpan hálftíma en á endanum voru gæði meistaranna augljós og þær unnu sanngjarnan 3-1 sigur.
Meira

Krækjur gerðu gott mót

Dagana 9.–11. maí sl. fór Öldungamót Blaksambands Íslands fram í íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ. Mótið er haldið ár hvert og var þetta í 47. skiptið sem það fer fram. Að þessu sinni var það í höndum Blakdeildar Aftureldingar en þetta er stærsta blakmót ársins fyrir fullorðna einstaklinga þar sem leikgleði og skemmtun er í fyrirrúmi. Yfirskrift mótsins var gleði og var vonast til þess að liðin mættu til leiks í glaðlegum búningum og mátti sjá þá ýmsa skrautlega – bæði ljóta og flotta.
Meira

Bess klárlega einn af þeim bestu sem Pétur hefur spilað með

Það hefur verið pínu þannig síðustu vikurnar að stuðningsmenn Stólanna hafa verið með hálfgerða körfubolta-timburmenn. Menn kannski búnir að vera með smá ofnæmi og ekki verið í þörfinni að ræða frammistöðu vetursins hjá meisturunum okkar. Fréttir af því að Javon Bess, fyrrum leikmaður Tindastóls, hafi verið valinn varnarmaður ársins í Þýskalandi gæti hafa kveikt körfuneistann á ný hjá einhverjum og því sendi Feykir nokkrar spurningar á Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliða Tindastóls, og spurði út í Bess og ... já, tímabilið síðasta.
Meira

Kosningar um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar

Sveitarfélögin Skagabyggð og Húnabyggð boða til íbúakosninga á grundvelli 119. gr. sveitarstjórnarlaga um sameiningu sveitarfélaga en sveitarstjórnir beggja sveitarfélaga hafa fjallað um álit samstarfsnefndar á grundvelli greinargerðar sem nefndin vann um sameiningu sveitarfélaganna.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakjörs 1. júní 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs þann 1. júní 2024 er hafin.
Meira

Alþjóðlegi safnadagurinn er á laugardaginn

Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur 18. maí næstkomandi. Af því tilefni verður frítt að heimsækja Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ á milli kl. 11-15. Þá verður sömuleiðis opið hjá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði milli kl. 13 og 16 þar sem m.a. verður boðið upp á barnaleiðsögn um hákarlaveiðar.
Meira