Fréttir

Lengi lifi rokkið - Gildran með tónleika í Gránu

Hljómsveitin Gildran fagnar á næsta ári fjörtíu ára afmæli sínu og nú er hafa Skagfirðingar og nærsveitungar tækifæri til að mæta í Gránu nk.laugardagskvöld 18. maí og hefjast tónleikarnir kl. 20:30. Trommari Gildrunnar Kalli Tomm sem fæddur er og uppalinn í Mosfellssveit og hefur búið þar meira og minna öll sín ár er nú búsettur á Hofsósi. Feykir heyrði í nýbúanum á Hofósi og tók tal af honum í tilefni flutninga og komandi tónleika.
Meira

Ólík nálgun á snjallfækkun

Um fjörtíu háskólanemar og kennarar frá sex erlendum háskólum, af tólf þjóðernum, heimsóttu Byggðastofnun í gær á vegum Háskólaseturs Vestfjarða sem er hluti af alþjóðlegu samstarfi og skipuleggur sumarskóla í samstarfslöndunum Svíþjóð, Lettlandi, Finnlandi, Eistlandi, Litháen auk Íslands.
Meira

Liðið þarf smá tíma til að slípast saman

„Leikurinn við Reyni var heilt yfir nokkuð vel spilaður. Sóknarlega náðum við að halda betur í boltann en við gerðum á móti Selfossi og við vorum að fá góðar opnanir hátt á vellinum en náðum ekki að nýta þær stöður nægilega vel,“ sagði Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar, þegar Feykir spurði hann út í leikinn gegn Reyni Sandgerði í 2. umferð 2. deildar en leikurinn fór fram á Dalvík um helgina. Leikurinn endaði með 1-3 sigri Sandgerðinga líkt og Feykir sagði frá.
Meira

Sigurbjörg ráðin yfirlæknir á HSN á Króknum

Sigurbjörg Ólafsdóttir, heimilislæknir, hefur verið ráðin yfirlæknir á HSN Sauðárkróki. Sigurbjörg lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2012 og hóf sérnám í heimilislækningum á HSN Sauðárkróki 2014. Hún hélt síðar til Svíþjóðar hvaðan hún lauk sérnámi árið 2020 og hefur síðan starfað þar á heilsugæslustöðvum sem heimilislæknir.
Meira

Krúttlegur hryllingur í Bifröst | Kristín Einars kíkti í leikhús

Væntingum var verulega stillt í hóf þegar undirrituð lagði leið sína í Bifröst á sunnudagskvöldið. Ekki var það á nokkurn hátt vantrú á hæfileika skagfirskra áhugaleikara eða leikhúsfólks í Firðinum sem réði því, heldur miklu frekar áhyggjur af því að ein af sterkustu leikhúsupplifunum æsku minnar trufluðu þessa upplifun sem í vændum var. Ég var nefnilega rétt að detta í tólf ára aldurinn þegar ég sá fyrstu uppsetningu verksins hér á landi í Gamla bíói. Þar voru Leifur Hauksson, Edda Heiðrún, Gísli Rúnar og Laddi meðal leikara og Björgvin Halldórsson léði plöntunni rödd sína. En ég var fljót að ýta þeim áhyggjum til hliðar og naut hverrar sekúndu í Bifröst. Þvílík fagmennska og flottur hópur sem þarna lét ljós sitt skína! Það er kannski klisjukennt að tala um að toppa sig, en það gerði Leikfélag Sauðárkróks svo sannarlega með þessari sýningu.
Meira

Gyrðir Elíasson hlaut Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2023

Ljóðabókaverðlaunin Maístjarnan voru afhent í Þjóðarbókhlöðunni í gær en það var Gyrðir Elíasson sem hlaut verðlaunin fyrir ljóðabók ársins 2023 Elíasson fyrir ljóðabókatvennuna Dulstirni & Meðan glerið sefur. Rithöfundasamband Íslands stendur að verðlaununum ásamt Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
Meira

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland komin í samráðsgátt

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt landsáætlun um riðuveikilaust Ísland. Áætlunin er unnin af starfshópi sem var skipaður í janúar 2024 og gerir hún ráð fyrir umtalsverðri breytingu á nálgun við útrýmingu riðuveiki frá því sem verið hefur. Horft er frá því að reyna að útrýma riðusmitefninu sjálfu en megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn smitefninu ásamt áframhaldandi aðgerðum til að hefta mögnun og dreifingu þess.
Meira

Langar ykkur að taka þátt í krakkakosningunum?

Umboðsmaður barna og KrakkaRÚV standa fyrir sínum sjöttu Krakkakosningum, nú í tengslum við forsetakosningarnar sem haldnar verða þann 1. júní nk. Með Krakkakosningum er börnum gefið tækifæri á að láta í ljós skoðanir sínar á frambjóðendum og er það í samræmi við það sem m.a. kemur fram í Barnasáttmálanum, samningi Sameinuðu þjóðanna um rétttindi barnsins, þar sem segir að börn eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RUV að kvöldi kosningadags.
Meira

Vala María bakar og fagnar fólki í Áshúsi

Það er komið sumar þó hitastigin séu nú varla til skiptanna en farið er að örla á auknum túrisma. Sumarið kallar á meiri umsýslu á veitingastöðum og kaffihúsum og í Skagafirði er að sjálfsögðu opið á þeim stöðum sem jafnan eru opnir og nokkrir hafa bæst við með hækkandi sól. Þannig er Vala María Kristjánsdóttir nýr verkefnastjóri matarupplifunar í Áshúsi Byggðasafnsins í Glaumbæ en kaffihúsið opnar 20. maí.
Meira

Hópslysaæfing á Blönduósi

Síðastliðna helgi var haldin hópslysaæfing þar sem viðbragðsaðilar af öllu Norðurlandi vestra tóku þátt. Til æfingarinnar mættu tæplega 200 manns þar sem æfð voru viðbrögð við fjölmennu slysi hópbifreiðar og fólksbifreiða.
Meira