Fréttir

Fólk hafði mikinn áhuga á nýrri aðkomu að Sauðárkróki

Miðvikudaginn 2. apríl var opinn kynningarfundur í Miðgarði í Varmahlíð á breytingum á aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040. Að sögn Sæunnar Kolbrúnar Þórólfsdóttur, skipulagsfulltrúa Skagafjarðar, gekk fundurinn vel, 56 manns mættu, en það var kannski ekki til að auka mætinguna að sama kvöld var fyrsti leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni körfunnar í Síkinu. Það hefur áhrif.
Meira

Ragnhildur Sigurlaug og Skandall taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á morgun, laugardaginn 12. apríl, í Háskólabíó. Keppnin verður í beinni útsendinu í Sjónvarpinu og verður mikill metnaður lagður í keppnina í ár. Allt stefnir í glæsilega hátíð framhaldsskólanema en í það minnsta tvö atriði eru rösklega tengd Norðurlandi vestra. Fulltrúi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er Blöndhlíðingurinn Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir og síðan er það hljómsveitin Skandall sem keppir fyrir hönd MA en hún er að hálfu leyti skipuð húnvetnskum stúlkum.
Meira

LNV og Sýslumaður hlutu Byggðagleraugun 2025

Á ársþingi SSNV sem fór fram í Gránu á Sauðárkróki síðastliðinn miðvikudag voru Byggðagleraugun 2025 afhent. Að þessu sinni kom viðurkenningin í hlut tveggja skildra aðila; Lögreglunnar á Norðurlandi vestra og Sýslumannsembættisins á Norðurlandi vestra. Björn Hrafnkelsson staðgengill sýslumanns, Ásdís Ýr Arnardóttir sérfræðingur og Pétur Björnsson yfirlögregluþjónn tóku við viðurkenningunni fyrir hönd embættanna.
Meira

Íslandsmeistaratitill norður og alls þrjú á verðlaunapalli

Íslandsmót unglinga í badminton fór fram í húsakynnum TBR um nýliðna helgi. Badmintondeild Tindastóls sendi tólf keppendur til leiks og átti fulltrúa í öllum aldursflokkum. Í frétt á heimasíðu Tindastóls segir að aldrei hafi fleiri keppendur tekið þátt fyrir hönd Tindastóls! Tindastólskrakkarnir, sem margir hverjir voru að taka þátt í sínu fyrsta móti, stóðu sig með stakri prýði og náðu frábærum árangri á mótinu.
Meira

Kúst og fæjó í Síkinu

Tindastólsmönnum reyndist ekki flókið að tryggja sig áfram í undanúrslit í úrslitakeppni Bónus deild karla þegar þeir tóku á móti liði Keflavíkur í þriðja leik liðanna. Einhvernveginn virkuðu gestirnir annars hugar og gerðu sig á köflum seka um vandræðaleg mistök. Stólarnir leiddu frá furstu körfu og gestirnir virkuðu aldrei líklegir til stórræða. Lokatölur 100-75 og nú er bara beðið eftir að sjá hverjir andstæðingar Tindastóls verða í undanúrslitunum.
Meira

Vel heppnað ársþing SSNV fór fram í Gránu í gær

33. ársþing SSNV var haldið í gær í Gránu á Sauðárkróki og tókst vel til. Í frétt á vef SSNV segir að góð mæting hafi verið á þingið en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og fjöldi annarra góðra gesta.
Meira

Húsfyllir á opnum fundi með Hönnu Katrínu og Bændasamtökunum

Húsfyllir var í Félagsheimilinu á Blönduósi í gær á opnum fundi atvinnuvegaráðherra og Bændasamtakanna, sem ber heitið Frá áskorunum til lausna. Húnahornið segir frá því að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Bændasamtök Íslands hafi hafið fundaröð um landið sl. mánudag en tilgangurinn er að bjóða bændum til samtals um áskoranir og lausnir í landbúnaði. Alls verða fundirnir sjö á landsbyggðinni.
Meira

Keflvíkingarnir koma!

Það er leikdagur! Tindastóll og Keflavík mætast í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum í úrslitakeppni Bónus deildar karla í Síkinu í kvöld. Leikurinn hefst á slaginu sjö í kvöld en stemningin og upphitun er í þann mund að hefjast í partýtjaldinu góða þar sem Helgi Sæmundur kemur öllum í gírinn.
Meira

Geta ærsladraugar gengið of langt? | Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir kíkti í leikhús

Á fallegu þriðjudagskvöldi var Ærsladraugurinn eftir Noel Coward sýndur í Höfðaborg í uppsetningu Leikfélags Hofsóss undir leikstjórn Barkar Gunnars-sonar. Glaðvært miðasölufólk tók á móti leikhúsgestum og kátt sjoppustarfsfólk seldi ískaldar guðaveigar fyrir sýningu.
Meira

Jón Oddur komst í átta manna úrslit á Akureyri Open

Um síðustu helgi var haldið stærsta, fjölmennasta og flottasta pílumót ársins á Íslandi, Akureyri Open, sem fram fór í Sjallanum. Skráðir keppendur voru 222 talsins, 192 karlar og 30 konur. Pílukastfélag Skagafjarðar átti að sjálfsögðu sína keppendur á þessu móti, fjóra í karlaflokk og tvo í kvennaflokki.
Meira