V-Húnavatnssýsla

Í syngjandi sveiflu – ennþá og að eilífu

Sveiflukóngurinn 80 ára var titillinn á stórtónleikum með lögum eftir Geirmund Valtýsson sem haldnir voru í Eldborgarsal Hörpu 6. apríl síðastliðinn. Geirmundur varð síðan 80 ára þann 13. apríl en ferill Geirmundar spannar töluvert fleiri áratugi en blaðamaður hefur verið til. Í tilefni af öllu þessu var ekki annað hægt en að hitta Geirmund og spjalla við kappann um ferilinn, lífið og Hörpu. Verslunarmannahelgarböllin, þar sem voru 700 manns á föstudegi, 1.000 manns á laugardegi og aftur 700 á sunnudegi, voru frábær og svo voru seldir 1.700 miðar í Miðgarð Landsmótshelgina 1971. Það var svo mikil traffík á böllunum frá 1974-1980. Þetta er tíminn sem stendur upp úr hjá Geirmundi en þó rifjast margt skemmtilegt upp frá ferlinum sem einhver ykkar hafa kannski heyrt eða lesið áður en aldrei er góð vísa of oft kveðin.
Meira

Rusl plokkað um allan Skagafjörð

Umhverfisdagur Fisk Seafood var laugardaginn 4. maí sl. og hefur aðsóknin aldrei verið meiri. Fjöldi fólks plokkaði rusl um allan Skagafjörð og var ræst til verks á slaginu tíu.
Meira

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir næsti biskup Íslands

Nú liggur það ljóst fyrir hver verður biskup Íslands eftir síðari umferð biskupskosninganna lauk á hádegi í dag 7. maí og hlaut Sr. Guðrún Karls Helgudóttir flest atkvæði 1060 eða 52,19%. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson fékk 954 atkvæði eða 46,97%.
Meira

Katrín heimsækir Norðurland vestra

Fyrstu kappræður þeirra tólf frambjóðenda sem stefna á Bessastaði fóru fram í Sjónvarpinu sl. föstudag og vöktu talsverða athygli og gott áhorf. Nú eru tæpar fjórar vikur til kjördags og því eru forsetaefnin komin á fulla ferð í eltingaleiknum um atkvæði kjósenda. Katrín Jakobsdóttir er mætt til leiks og er á ferð um landið en næstu tvo daga verður hún á Norðurlandi vestra; fundar á Blönduósi og Sauðárkróki miðvikudaginn 8. maí og á Hvammstanga degi síðar.
Meira

Hryllingsbúðin fer alveg að opna

Nú er útlit fyrir að að Litla hryllingsbúðin fari að opna. Stefnt er að frumsýningu föstudaginn 10. maí. Sýningin sem átti að fara fram miðvikudaginn 8. maí fellur hinsvegar niður. 
Meira

Hópslysaæfing við Blönduós á laugardaginn

Nú laugardaginn 11. maí verður haldin stór hópslysaæfing í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Fram kemur í tilkynningu á FB-síðu LNV að vettvangur æfingarinnar/slyssins verður ofan Blönduóss eða á gatnamótum Ennisbrautar og Neðribyggðarvegar. Af þeim sökum verður Ennisbraut lokuð við Mýrarbraut og Þverárfjallsveg frá kl.11:00 og fram eftir degi.
Meira

Króksbrautin lokuð við Áshildarholt 8. maí

Vegagerðin biðlar til vegfarenda sem eiga leið eftir þjóðvegi 75, Sauðárkróksbraut, að athuga að vegurinn verður lokaður við bæinn Áshildarholt á morgun, miðvikudaginn 8. maí, frá kl. 9:00 og fram eftir degi. 
Meira

Nýr einstaklingsbúningsklefi í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga

Tekinn hefur verið í notkun einstaklingsbúningsklefi í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga og er klefinn staðsettur við hlið gufuklefans. „Aðstaðan hentar þeim fjölbreytta hópi sem vill og þarf að hafa fataskipti í einrúmi,“ segir í tilkynningu á vef Húnaþings vestra.
Meira

Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna 2024 fer fram 8. - 28. maí. Skráning er nú þegar hafin og hægt er að skrá sig á hjoladivinnuna.is
Meira

Neytendasamtökin efna til samtals á Kaffi Krók í hádeginu

Neytendasamtökin efna til samtals um neytendamál við neytendur og sveitarstjórnir vítt og breitt um landið. Samtökin kynna sér helstu mál sem brenna á fólki á landsbyggðinni og segja frá baráttumálum sínum og þann ávinning sem sterkur hagur neytenda færir fólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu. Í hádeginu í dag heimsækja samtökin Sauðárkrók en fundað verður á Kaffi Krók og hefst fundurinn kl. 12.
Meira