Sr. Guðrún Karls Helgudóttir næsti biskup Íslands
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
07.05.2024
kl. 15.15
Nú liggur það ljóst fyrir hver verður biskup Íslands eftir síðari umferð biskupskosninganna lauk á hádegi í dag 7. maí og hlaut Sr. Guðrún Karls Helgudóttir flest atkvæði 1060 eða 52,19%. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson fékk 954 atkvæði eða 46,97%.
Á kjörskrá voru 2286, 166 prestar og djáknar og 2119 leikmenn. Kjörsókn var 88,85 %. Þetta kemur fram á vef kirkjunnar í dag.
Sr. Guðrún Karls Helgudóttur verður því næst biskup Íslands og verður hún vígð í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september nk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.