V-Húnavatnssýsla

Birna Ágústsdóttir sett tímabundið sem sýslumaður á Vesturlandi

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sett Birnu Ágústsdóttur, sýslumann Norðurlands vestra, tímabundið sem sýslumann á Vesturlandi, frá 1. júní nk. til og með 31. maí 2025. Tilefni setningarinnar er beiðni Ólafs Kristófers Ólafssonar, sýslumanns, um lausn frá embætti. Birna mun gegna báðum embættunum á framangreindu tímabili.
Meira

Grillaður fiskur og tiramisu

Matgæðingar vikunnar í tbl 24 í fyrra voru Ágúst Andrésson, þá forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS, og Guðlaug Kristín Pálsdóttir, sérfræðingur á Brunavarnasviði HMS. Ágúst og Guðlaug búa saman á Sauðárkróki og er Gústi borinn og barnfæddur í Skagafirði, nánar tiltekið á Bergstöðum, en Gulla ólst upp í Reykjavík og fluttist á Sauðárkrók í miðju Covid árið 2020. Þau erum eigendur að Norðar ehf. sem m.a. flytur inn vín frá Moldóvu og Ítalíu og hafa einnig staðið í eigin veitingarekstri og hafa mjög gaman af því að ferðast og borða góðan mat.
Meira

Sterk hreyfing – sterkt samfélag

Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í Húnabyggð 1. maí undir yfirskriftinni Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Kaffiveitingar verða að venju í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst dagskráin klukkan 15. Ræðumaður dagsins er Sigurey A. Ólafsdóttir, formaður Stéttarfélagsins Samstöðu.
Meira

Varmahlíðarskóli tryggði sér sæti í úrslitum Skólahreysti

Fjórir skólar af Norðurlandi vestra tóku í gær þátt í sjöunda riðli Skólahreysti en keppnin fór fram í Höllinni á Akureyri. Það var lið Varmahlíðarskóla sem sigraði og tryggði sér þannig sæti í úrslitunum sem fram fara í Laugardalshöll síðar í maí. Þá varð Grunnskólinn austan Vatna í öðru sæti riðilsins. Áður hafði Grunnskóli Húnaþings vestra tryggt sig inn í úrslitin og það verða því tveir skólar af Norðurlandi vestra á meðal þeirra tólf skóla sem keppa til úrslita.
Meira

Jóhann Örn ráðinn í nýtt starf tengslafulltrúa hjá Húnaþingi vestra

Jóhann Örn Finnsson var í gær boðinn velkominn í nýtt og spennandi starf sem styðja mun við farsæld barna í Húnaþingi vestra. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að hann hafi verið ráðinn í nýtt starf tengslafulltrúa á fjölskyldusviði sem auglýst var á dögunum.
Meira

Lokamót í Skagfirsku mótaröðinni

Á heimasíðu Hestamannafélagsins Skagfirðings segir að lokamótið í Skagfirsku mótaröðinni hafi verið  haldið á dögunum þar sem keppt var í gæðingakeppni, tölti og skeiði en hér að neðan eru úrslitin: 
Meira

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju í kvöld

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkróks er að venju haldið mánudag í Sæluviku nánar tiltekið í kvöld 29. apríl kl. 20:00.
Meira

Halla Hrund á Norðurlandi vestra í dag

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir verður á ferð og flugi um Norðurland í vikunni og býður heimamönnum til opinna funda og samtals um embætti forseta Íslands. Tveir fundir verða í Húnavatnssýslum, í Víðigerði og á Blönduósi í dag og þá verður hún á Sauðárkróki í kvöld.
Meira

Dreymdi um að vera Tico Torres / VALUR FREYR

Það er bara þannig að nýi slökkviliðsstjórinn á Hvammstanga er Hvanndalsbróðir. Við erum sem sagt að tala um Val Frey Halldórsson (árgangur 1974) trommara og söngvara. Hann gengst við því að vera hreinræktaður Akureyringur. „Alinn upp á Brekkunni og síðar Þorpari, stundum KA maður en lang oftast Þórsari. Heimasætan í Lækjarhvammi dró mig á hvítum skóm í sveitina – er enn í hvítum skóm.“ Nú býr Valur á Hvammstanga.
Meira

Ostapasta og hvítlauksbrauð

Matgæðingar vikunnar í tbl 23, 2023, voru þau Saga Sjöfn Ragnarsdóttir og Sigurður Birkir Gunnarsson. Þau eru bæði fædd á Sauðárkróki og búa þar með dætrum sínum, Bríeti Sunnu (4 ára) og Heklu Björt (1 ½ árs) ásamt kettinum T-800. Saga flutti með mömmu sinni, Evu Árna, til Vestmannaeyja árið 2000 en kom aftur á Krókinn 2007 og hefur sama og ekkert yfirgefið bæinn síðan. Siggi, sem hefur alltaf búið á Króknum að frátöldum tveim vetrum í háskólanum fyrir sunnan, bauð skvís í partý og hafa þau eytt flestum sínum dögum saman síðan 2013.
Meira