V-Húnavatnssýsla

Ungmennaþing SSNV 2024 fer fram 11. september

Á vef SSNV segir að þann 11. september fer fram ungmennaþing SSNV í Félagsheimilinu á Blönduósi, er þetta annað árið í röð sem þingið er haldið. Ungmennaþingið er hluti af áhersluverkefninu Ungt fólk á Norðurlandi vestra og er markmið þess að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að tjá skoðanir sínar og ræða málefni sem brennur á því, valdefla og efla tengslanet þessa hóps. Jafnframt að kynna menningu landshlutans fyrir ungu fólki og fá þeirra sýn inn í samráðsvettvang sóknaráætlunar. Ungmennaþingið á þess vegna þátt í að gefa krökkum á svæðinu rödd og tækifæri til þess að hafa áhrif í landshlutanum, en við ætlum líka að skemmta okkur.
Meira

Það harðnar á dalnum hjá Húnvetningum

Það var spilað á Sjávarborgarvelli á Hvammstanga í dag í 21. umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu. Þá tók Kormákur/Hvöt á móti Knattspyrnufélagi Austurlands sem hefur verið í toppbaráttunni í mest allt sumar en var rétt búið að missa af lest þeirra liða sem vilja fylgja liði Selfoss upp í Lengjudeildina. Leikurinn var því kannski ekki mikilvægur fyrir gestina en hann var það sannarlega fyrir lið Húnvetninga sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Það var lið KFA sem hafði betur, vann leikinn 1-3.
Meira

Appelsínugul viðvörun og norðanhvellur í kortunum

Í tilkynningu frá almannavörnum á Norðurlandi vestra er vakin athygli á slæmri veðurspá fram á seinni hluta þriðjudags. Búið er að gefa út af Veðurstofu að frá og með seinnipartinum á morgun, mánudegi, verði gefin út appelsínugul veðurviðvörun sem að nær langt fram á þriðjudag.
Meira

Lifi íslenskur landbúnaður

Atli Már Traustason er bóndi og frjótæknir á Syðri Hofdölum í Skagafirði. Hann er stúdent frá FNV og búfræðingur frá Hvanneyri, giftur Klöru Helgadóttur og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Á Syðri Hofdölum er rekið blandað bú,80 mjólkurkýr, sem stefna senn í 100, og uppeldi sem því fylgir og einnig talsverð nautakjötsframleiðsla,alls eru um 300 nautgripir á búinu.
Meira

Tóku fyrri sláttinn með 3ja daga áhlaupi

Rúnar Aðalbjörn Pétursson, býr í Hólabæ í Langadal ásamt Auði Ingimundardóttur sambýliskonu og börnunum þeirra Pétri Inga og Lilju Björgu. Rúnar er starfandi bóndi með búfræðimenntun og sveinspróf í húsasmíði. Þau búa á blönduðu búi með tæplega 40 mjólkandi kýr og 400 vetrarfóðraðar kindur. Ásamt því vinnur Auður sem ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.
Meira

Æfingar að hefjast hjá Kvennakórnum Sóldís

Næstkomandi þriðjudag þann 10. september kl.17 er fyrsta æfing eftir sumarfrí hjá Kvennakórnum Sóldís.
Meira

Himnastiginn í Vatnsdal stórskemmdist í gær

Það blés ansi hreint hressilega í gær og eitt af því sem fór illa sunnan hvassviðrinu í gær var himnastiginn sem settur var upp á Skúlahól í Vatnsdal í fyrra  og er hann stórskemmdur. Aðeins hluti hans stendur nú eftir á hólnum.
Meira

Aldrei of varlega farið

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir vegfarendum á að ein mesta réttarhelgi ársins sé framundan og þúsundir fjár séu nú á heimleið úr afréttum.
Meira

Gísli Þór á toppnum á metsölulista ljóðabóka

Nýjasta ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, Fjarstýringablús í dögun stafrænnar menningar fer vel af stað og er nú í fyrsta sæti metsölulista ljóðabóka hjá Eymundsson.
Meira

Sú gula lætur sjá sig í dag

Já, Veðurstofan er ekkert að djóka með þessa gulu. Hún fær pláss í spánni í dag sem er á þessa leið: „Suðvestan 15-23 m/s með vindhviðum staðbundið að 30-35 m/s, hvassast á Ströndum. Til að forðast foktjón er fólk hvatt til að tryggja lausamuni utandyra. Varasmt ökutækjum, sem verða óstöðug í vindi.“ Við erum semsagt að tala um gula veðurviðvörun.
Meira