Ungmennaþing SSNV 2024 fer fram 11. september
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
09.09.2024
kl. 15.25
Á vef SSNV segir að þann 11. september fer fram ungmennaþing SSNV í Félagsheimilinu á Blönduósi, er þetta annað árið í röð sem þingið er haldið. Ungmennaþingið er hluti af áhersluverkefninu Ungt fólk á Norðurlandi vestra og er markmið þess að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að tjá skoðanir sínar og ræða málefni sem brennur á því, valdefla og efla tengslanet þessa hóps. Jafnframt að kynna menningu landshlutans fyrir ungu fólki og fá þeirra sýn inn í samráðsvettvang sóknaráætlunar. Ungmennaþingið á þess vegna þátt í að gefa krökkum á svæðinu rödd og tækifæri til þess að hafa áhrif í landshlutanum, en við ætlum líka að skemmta okkur.
Meira