V-Húnavatnssýsla

Tökum þátt í þjónustukönnun Byggðastofnunar og höfum áhrif

Ertu stanslaust á ferðinni til að sækja þér nauðsynlega þjónustu? Hvernig er aðgengi og hvert er framboð þjónustu í þínu nærumhverfi? Byggðastofnun hvetur íbúa landsins til að taka þátt í þjónustukönnun þar sem spurt er um þjónustusókn íbúa í landsbyggðunum og viðhorf til breytinga á þjónustu. Þó að sund og baðstöðum fjölgi víðsvegar á landinu þá búa margir íbúar úti á landi við þær aðstæður að þurfa að ferðast um langan veg til að komast til læknis, fara á pósthús eða með bílinn í bifreiðaskoðun svo fátt eitt sé nefnt. Er einhver þjónusta sem íbúar óttast að missa úr sinni heimabyggð?
Meira

Að lifa eins og blóm í eggi | Leiðari 34. tbl. Feykis

„Nei Óli, dreptu mig ekki!!!“ söng í einum starfsmanni Nýprents fyrir nokkrum dögum. „Jahérna, er hann þá svona!?“ gætu lesendur leiðara Feykis hugsað þegar þeir lesa þetta.
Meira

Okkar framtíð á Norðurlandi vestra

Ungmennaþing SSNV fór fram í félagsheimilinu á Blönduósi í gær og heppnaðist vel. Í frétt á vef SSNV segir að markmið dagsins hafi verið að gefa ungu fólki á Norðurlandi vestra tækifæri til þess að hafa áhrif á stefnumál landshlutans og koma sínum hugmyndum á framfæri. Á þingið mættu 43 ungmenni á aldrinum 13-18 ára frá öllum sveitarfélögum landshlutans.
Meira

Leikur á móti Stjörnunni í kvöld

Nú er komið að æfingaleik tvö hjá Meistaraflokki karla Tindastóls í körfubolta. Leikurinn hefst á slaginu 19:15 það kostar 1000 kr. inn og hamborgarasalan hefst venju samkvæmt 18:30. 
Meira

Birgir í ársleyfi meðan hann stýrir Fangelsismálastofnun

Lögreglustjórinn á Norðurland vestra, Birgir Jónasson, mun taka við sem forstöðumaður Fangelsismálastofnunar í byrjun næsta mánaðar í fjarveru Páls E. Winkel fangelsismálastjóra. Samkvæmt upplýsingum Feykis fer Birgir í leyfi frá störfum í tólf mánuði, líkt og Páll, en Sigurður Hólmar Kristjánsson mun gegna stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi vestra meðan á þessum hrókeringum stendur.
Meira

Ný rannsókn á byggðabrag kynnt

Á heimasíðu Húnaþings vestra er sagt frá því að út sé komin skýrslan Byggða-bragur: Félagssálfræðileg rannsókn á þremur íslenskum sveitarfélögum sem unnin er af Bjarka Þór Grönfeldt og Vífli Karlssyni. Skýrslan er byggð á rannsókn sem unnin var við Háskólann á Bifröst með styrk úr Byggðarannsóknar-sjóði og Rannsóknarsjóði Háskólans á Bifröst.
Meira

Halldór B. Gunnlaugsson er nýr framkvæmdastjóri Farskólans

Á vef farskólans segir að  Halldór Brynjar Gunnlaugsson, sem starfað hefur sem verkefnastjóri í Farskólanum frá árinu 2011, hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Farskólans.
Meira

Sprúðlandi nýr Feykir kominn út

Delúx-útgáfan af Feyki kom út í dag en það þýðir að blaðið er 16 síður af alls konar í þetta skiptið. Opnuviðtalið er við Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóra Húnabyggðar, sem segir lesendum hressilega frá verkefnum og viðfangsefnum sveitarstjórans og ýmsu því sem brennur á íbúum sveitarfélagsins. Hann segir m.a. starf sveitarstjórans algjörlega allt öðruvísi en hann hafði ímyndað sér. „Það er reyndar gott því að það var ástæða þess að ég ákvað að taka þetta starf og gefa mér þessa áskorun sem hefur reynst ansi hressandi,“ segir Pétur.
Meira

Réttarball Fljótamanna

Hið margrómaða Réttarball Fljótamanna verður haldið laugardagskvöldið 14. september í félagsheimilinu Ketilási. Ástarpungarnir frá Siglufirði munu halda uppi fjörinu frá klukkan 23:00 til 03:00.
Meira

Hálka og krap á þjóðvegi 1

Það hefur verið leiðinlegt veður á Norðurlandi síðasta sólarhringinn og rúmlega það. Þó má þó kannski segja að veðrið hafi ekki verið verra en spár gerðu ráð fyrir en Veðurstofan hafði sett á appelsínugula viðvörun sem átti að renna út um klukkan 18 í dag. Nú rennur sú appelsínugula út kl. 9 eða bara rétt í þessu og við tekur gul og vægari viðvörun sem dettur út um kl. 15 í dag.
Meira