Matgæðingar

Saltfiskplokkfiskur og saltfisksalat

Ég, Sigríður Garðarsdóttir, var að hlusta á útvarpið um daginn sem er ekki í frásögu færandi en þá var verið að tala um hvaða gamaldags mat fólki fannst bestur. Það var oftar en einu sinni nefnt fiskibollur í dós frá Ora í bæði tómatsósu og karrýsósu. Í minningunni var þetta algjört nammi og var eitt af því sem ég borðaði mjög vel af því ég var frekar matvandur krakki.
Meira

Gúllassúpa og mjólkurgrautur

Það var Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir (Abba) sem var matgæðingur vikunnar í tbl 37, 2022, en hún er menntaður Bowentæknir og er ásamt eiginmanni sínum, Guðbergi Ellerti (Begga) með B.A. í þroskaþjálfafræðum. Í dag starfar hún sem bílstjóri, kynningaraðili og sölumaður hjá Smáframleiðendum á ferðinni sem Vörusmiðja – BioPol á Skagaströnd heldur utan um og Beggi starfar á sambýlinu í Fellstúni sem forstöðuþroskaþjálfi. Abba og Beggi eiga saman tvö börn, Harald Óla (Halla) 18 ára, starfar hjá Sveitasetrinu Hofstöðum, og Hörpu Sóllilju (Skrípið, hennar orð) 11 ára grunnskólanema.
Meira

Kótilettur – grísa og lamba - uppskriftir

Hver elskar ekki kótilettur..... hér koma tvær uppskriftir fyrir þá sem langar að prufa eitthvað nýtt með kótiletturnar annað en að raspa þær:)
Meira

Tveir girnilegir smáréttir

Ég, Sigríður Garðarsdóttir, elska að fara út að borða og fá mér nokkra smárétti og uppáhalds veitingastaðurinn minn, fyrir sunnan, sem býður upp á þess konar rétti er Tapas. Þegar þessi matarþáttur var skrifaður var ég vör við það að sá veitingastaður, Tapas, væri að halda upp á 22 ára afmælið sitt, enda ekki hissa að hann hafi náð að halda úti rekstri í öll þessi ár því ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum þegar ég hef farið þangað. En á Króknum er enginn Tapas og þá verður maður að hugsa út fyrir rammann og reyna að græja þetta sjálfur, er það ekki bara… Hér koma tveir girnilegir smáréttir af síðunni www.hanna.is.
Meira

Ljúffeng blómkálssúpa með baguette

Matgæðingur vikunnar í tbl 34, 2022, var Kristín Rós Blöndal Unnsteinsdóttir en hún er búsett í Tunguhlíð í Lýdó og vinnur á leikskólanum Birkihlíð sem er í Varmahlíð. Kristín er í sambúð með Guðjóni Ólafi Guðjónssyni og ætlar að bjóða upp á haustlegar máltíðir.
Meira

Súpur og naan brauð

Það er ekki langt síðan ég fór að kunna að meta súpur því þegar ég var yngri þá hataði ég þær. Kannski vegna þess að mér fannst súpur ekki vera matur heldur drykkir og heitir drykkir voru, að mínu mati, eitthvað ógeðslegt. En með tilkomu mexíkósku kjúklingasúpurnar fór ég að gefa þeim meiri séns og viti menn þetta er bara með því betra. Reyndar eru súpur í dag mikið matarmeiri en hér áður fyrr þegar boðið var upp á pakkasúpurnar eins og blómkáls- og broccolisúpur og ekki gleyma bugðunum sem voru með, jakk...
Meira

Nokkrar góðar með keilu

Eflaust eru einhverjir sem reka upp stór augu og hugsa… hvað er keila? En þetta er fisktegund sem maður heyrir ekki oft um og því um að gera að koma með nokkrar girnilegar uppskriftir sem innihalda þennan fisk. Keila hefur, því miður, orðið undir í samkeppninni við þorskinn og ýsuna en er mjög góður fiskur og auðvelt að nálgast hann í fiskbúðum. Keilan er löng, með sívalan bol og étur helst krabbadýr og annan smáfisk. Stærsta keilan sem veiðst hefur við Íslandsstrendur var 120 cm löng en fullvaxin er hún oftast um 40-75 cm og um 0,5-3 kg og getur orðið 40 ára gömul. (upplýsingar teknar af matis.is og audlindin.is)
Meira

Tortillaterta og snakkbrauðréttur

Ég, Sigríður Garðarsdóttir, var svolítið svöng þegar ég fór á stúfana með hverju Feykir ætti að mæla með í tbl 28, 2022, og það kom að sjálfsögðu eitthvað óhollt upp í höfuðið á mér og í þetta skipti langaði mig í snakk… Ætla að sjálfsögðu ekki að láta það eftir mér en kannski væri gaman að prufa þessar skemmtilegu uppskriftir sem innihalda snakk og fékk ég þær af síðunni mommur.is – mæli með að skoða síðuna þeirra, það er fullt af flottum uppskriftum hjá þeim.
Meira

Kjúklingaréttur og súkkulaðimús

Í tbl. 30, 2022, var matgæðingur vikunnar Viktoría Eik Elvarsdóttir og er hún fædd og uppalin á Syðra-Skörðugili í Skagafirði og hefur búið alla sína tíð. Viktoría útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum árið 2020 með BS gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu og starfar í dag við tamningar og þjálfun á Syðra-Skörðugili.
Meira

Tilbreytingar á Hafragrautnum góða

Hafragraut þekkja allir landsmenn og hefur hann verið algengur morgunmatur frá því seint á 19. öld því þá jókst innflutningur á höfrum til landsins. Vinsældir hans dvínuðu hinsvegar lítillega á 20. öldinni því þá kom á markaðinn annars konar morgunkorn sem yngri kynslóðin sótti meira í. En það sem er hægt að gera með hafragrautinn er kannski ekki hægt að gera með annað morgunkorn það er að bragðbæta hann með ýmsu góðgæti. Hér koma nokkrar útfærslur.
Meira