Íþróttir

Góður árangur þrátt fyrir erfiðar aðstæður í skeiðkeppninni

Keppni í 150m skeiði Meistaradeildar KS í hestaíþróttum fór fram í dag á Sauðárkróki. Í frétt á Facebook-síðu deildarinnar segir að náðst hafi flottir tímar miðað við árstíma og veður og ekki margir sprettir sem klikkuðu. Sigurvegarar reyndust Agnar Þór Magnússon og Kastor frá Garðshorni frá Þelamörk sem fóru brautina á tímanum 14,7 sek.
Meira

Rúnar Már til liðs við Skagamenn

Króksarinn og knattspyrnumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur nú snúið heim á klakann eftir fjölmörg ár erlendis í atvinnumennsku. Hann er reyndar ekki genginn til liðs við Tindastól því hann hefur skrifað undir samning við ÍA, sem nú spilar í Bestu deildinni, en samningur hans við Skagamenn gildir til loka tímabilsins 2026.
Meira

Þegar fyrsti leikur fer í gang er sumarið komið!

Það kemur sjálfsagt engum á óvart sem þekkir Bryndísi Rut Haraldsdóttur, fyrirliða kvennaliðs Tindastóls í Bestu deildinni í knattspyrnu, að sumarið leggst alveg rosalega vel í hana. „Ég er orðin mjög spennt að byrja tímabilið eftir langan vetur og held að þetta verði alveg ótrúlega gaman – eins og þetta er nú alltaf!“ segir hún hress og jákvæð. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir fyrirliðann en fyrsti leikur Stólastúlkna í Bestu deildinni er á morgun, sunnudag kl. 16, og er frítt á völlinn í boði Uppsteypu.
Meira

Ævintýrið úti hjá liði Tindastóls

Strax í haust voru bara þrjú hjól undir bíl meistara Tindastóls og eftir það var nánast sama hvaða hindrun varð á vegi hans, það varð allt til að hægja ferðina. Hann hökti reyndar inn í bikarúrslit og í úrslitakeppnina þó með naumindum væri. Stólakagginn sem allir biðu eftir að hrykki í gírinn, kæmi sterkur inn á endasprettinum, var eiginlega hálf vélarvana allt tímabilið. Leikurinn í Smáranum í kvöld var reyndar góður en enn og aftur voru Stólarnir sjálfum sér verstir. Lokakarfan var Grindvíkinga og hún skipti sköpum – lokastölur 91-89. Stólarnir því snemma í sumarfrí þennan veturinn og kannski allir fegnir – þessi bíll þarf í allsherjar yfirhalningu.
Meira

Venju samkvæmt er Stólastúlkum spáð falli

Það eru nokkrir fjölmiðlar sem spá fyrir tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og jafnan er liði Tindastóls spáð falli, ýmist 9. eða 10. sæti. Í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna er liðinu spáð níunda sæti en liði Keflavíkur því neðsta. Íslandsmeisturum Vals er aftur á móti spáð titlinum og Blikum öðru sæti. Grönnum okkar í Þór/KA er síðan spáð þriðja sætinu.
Meira

Liðsheildin skilaði þessum sigri - segir Helgi þjálfari

„Þessi leikur var mjög jafn og spennandi allan tímann, algjör naglbítur tveggja góðra liða sem bæði lögðu allt i að vinna,“ sagði Helgi þjálfari Margeirs þegar Feykir bað hann að lýsa leik Tindastóls og Snæfells í gærkvöldi. „Frábær stemning í húsinu en Snæfell var með flotta stuðningsmannasveit og Síkið vel mannað og stuðningsmannasveitin í essinu sínu,“ en samkvæmt leikskýrslu voru um 300 áhorfendur í húsinu sem gerist ekki á hverjum degi í kvennaboltanum.
Meira

Lið Tindastóls sló út Subway-deildar lið Snæfells

Það var gleði og gaman í Síkinu í kvöld en sennilega þó ekki síður stress og naglanögun fram á síðustu sekúndu framlengingar þegar Tindastóll og Snæfell mættust í fjórða leik einvígis síns um réttinn til að spila um sæti í efstu deild. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en gestirnir náðu góðum kafla snemma í fjórða leikhluta, náðu 13 stiga forystu og virtust ætla að tryggja sér oddaleik í Stykkishólmi. Lið Tindastóls gafst ekki upp og náði að jafna í blálokin og tryggja sér framlengingu þar sem heimaliðið reyndist sterkara. Lokatölur 82-78 og rjúkandi stemning hjá Stólastúlkum.
Meira

Jordyn Rhodes komin með leikheimild

Tindastóll teflir fram liði í þriðja skipti í efstu deild kvennafótboltans eftir ansi gott tímabil síðastliðið sumar. Besta deildin hefst nú á sunnudag og þá kemur FH í heimsókn á Krókinn. Það vita allir að það er bara ein Murr en hún hefur nú skipt um heimavöll og spilar með Fram í sumar í Lengjudeildinni. Jordyn Rhodes tekur hennar stöðu í fremstu víglínu og eru miklar vonir bundnar við hana.
Meira

Það verður hasar í Síkinu í kvöld

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld því þá fer fram fjórði leikurinn í einvígi Tindastóls og Snæfells í baráttunni um sæti í efstu deild. Stólastúlkur standa vel að vígi, eiga heimaleikinn í kvöld þar sem liðið getur tryggt sér 3-1 sigur í einvíginu. Það væri því vel við hæfi að sýna liðinu alvöru stuðning og fjölmenna í Síkið.
Meira

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra komið í úrslit Skólahreysti

Í dag tók lið Grunnskóla Húnaþings vestra þátt í hasarnum sem Skólhreysti er en keppnin fór fram í Laugardagshöll og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Það var ekki að spyrja að því að Húnvetningarnir komu, sáu og sigruðu sinn riðil og hafa því tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar sem fara fram 25. maí.
Meira