Íþróttir

Öruggur sigur Stólastúlkna á liði Fylkis

Lið Tindastóls og Fylkis mættust í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag en leikið var á Greifavellinum á Akureyri vegna vallarvesenis á Króknum. Ekki virtist Akureyrarferð sitja í Stólastúlkum eða það að spila á Greifavellinum – enda hver elskar ekki Greifann? Fylkir kom upp úr Lengjudeildinni síðasta haust og hafði farið vel af stað á tímabilinu, höfðu ekki tapað leik. En þær lutu í Greifagras í dag og máttu þola 3-0 tap gegn skemmtilegu liði Tindastóls.
Meira

Helgi stoltur af öllum stelpunum

„Ég veit ekki með lukku en það munaði allavega ótrúlega mjóu í síðustu tveimur leikjum að sigurinn hefði verið okkar,“ sagði Helgi þjálfari Margeirsson þegar Feykir spurði hann hvort það hefði bara verið lukkan sem réð úrslitum í viðureign Tindastóls og Aþenu í gærkvöldi. Aþena hafði betur eftir hnífjafnan leik og tryggði sér því sæti í Subway-deildinni, sigraði einvígi liðanna 3-1.
Meira

Draumur Stólastúlkna varð ekki að veruleika þetta vorið

Draumur Stólastúlkna um sæti í Subway-deildinni í haust rættist ekki þetta vorið en mikið óskaplega voru þessir síðustu þrír leikir gegn liði Aþenu spennandi. Fjórði leikur liðanna fór fram í Síkinu í gærkvöldi og lið Tindastóls varð að næla í sigur til að tryggja sér oddaleik. Leikurinn var hnífjafn – þá erum við að tala um að hann var HNÍFJAFN allan tímann – og staðan til dæmis 72-72 þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Eins og í þriðja leiknum reyndist Sianni Martin það sem skildi á milli á lokasekúndunum og lið Aþenu gerði fimm síðustu stig leiksins. Lokatölur 72-77 og Aþena vann þar með einvígið 3-1.
Meira

Leikjum ýmist frestað eða þeir færðir til

Sauðárkróksvöllur er í lamasessi líkt og flestum ætti að vera kunnugt. Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli átti að hefja keppni í 4. deild í kvöld og spila heima gegn liði Skallagríms. Leiknum hefur hins vegar verið frestað og færður aftur í júníbyrjun. Þá átti Bestu deildar lið Tindastóls að spila við Fylki á Króknum á morgun, fimmtudag, en sá leikur verður spilaður á Akureyri.
Meira

Allir í Síkið – styðjum Stólastúlkur alla leið!

Síðasti meistaraflokks-heimaleikur tímabilsins í körfunni verður í kvöld þegar lið Tindastóls og Aþenu mætast í fjórða skipti í einvígi liðanna um sæti í Subway-deild kvenna í haust. Stólastúlkur verða að krækja í sigur í kvöld til að tryggja sér oddaleik í Breiðholtinu nk. laugardag en Aþena leiðir einvígið 2-1. Það er því um að gera fyrir alla stuðningsmenn Tindastóls að fjölmenna í Síkið, búa til geggjaða stemningu og bæta þannig nokkrum hestöflum við þennan kagga sem liðið okkar er.
Meira

Mette Mannseth var sigurvegari Meistaradeildar KS 2024

Skemmtilegu tímabili Meistaradeildar KS 2024 er nú lokið en síðasta mót tímabilsins fór fram sl. föstudagskvöld þegar keppt var í tölti og flugskeiði. Í einstaklingskeppni Meistaradeildar KS var það Mette Mannseth sem fór með sigur af hólmi en hún hélt forystu allt tímabilið og endaði með 172 stig. Þá var það lið Hrímnis - Hestkletts sem sigraði í liðakeppni Meistaradeildar KS 2024 með 443.5 stig.
Meira

Lukkan í liði Selfyssinga þegar Kormákur/Hvöt laut í gras

Lið Kormáks/Hvatar hóf leik í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í gærdag en þá héldu Húnvetningar á Selfoss þar sem lið Selfoss beið þeirra. Gestirnir voru þéttir til baka og sköpuðu sér vænlegar stöður sem ekki nýttust en lið heimamanna fékk eitt gott færi og nýtti það. Lokatölur því 1-0 og nú krossa Húnvetningar fingur og treysta á að fall sé fararheill.
Meira

Keppt í tölti og flugskeiði á lokamóti Meistaradeildar KS

Lokamót Meistaradeildar KS í hestaíþróttum var haldið sl. föstudagskvöld í boði Fóðurblöndunnar. Á þessu síðasta keppniskvöld deildarinnar var keppt í tölti og skeiði en kvöldið hófst á forkeppni í Tölti T1. Það voru þeir félagar, villiköttur Hrímnis-Hestkletts, Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli, sem stóðu uppi sem sigurvegarar í tölti með einkunnina 8.83. Agnar Þór Magnússon og Stirnir frá Laugavöllum reyndust fremstir í flokk í flugskeiðinu.
Meira

Aþena nældi í sigur þrátt fyrir magnaða endurkomu Stólastúlkna

„Við erum staðráðnar í að svara fyrir okkur á þriðjudaginn og ég skora á alla Tindastólsmenn að mæta í Síkið og fylkja sér að baki okkar og aðstoða okkur við að vinna þann leik svo við getum farið í hreinan úrslitaleik eftir það,“ sagði Helgi þjálfari Margeirs eftir grátlega naumt tap gegn liði Aþenu í Breiðholtinu í gærkvöldi. Eftir magnaða endurkomu Stólastúlkna þar sem þær unnu upp níu stiga mun á 85 sekúndum undir lok leiksins þá var það Sianni Martin sem gerði sigurkörfu Aþenu með erfiðu skoti sem hún setti í. Lokatölur 80-78.
Meira

Stór sigur á Stjörnunni í Garðabænum

Eftir tvo tapleiki í byrjun móts var pínu presssa á liði Tindastóls að krækja í stig í Garðabænum í kvöld þegar Stólastúlkur sóttu lið Stjörnunnar heim. Eins og reikna mátti með sat lið Tindastóls aftarlega á vellinum en beitti snörpum skyndisóknum þegar boltinn vannst. Þrátt fyrir að heimastúlkur hafi verið talsvert meira með boltann í kvöld þá unnu gestirnir sanngjarnan sigur, gerðu eitt mark í hvorum hálfleik og hefðu hæglega getað unnið stærra. Lokatölur 0-2.
Meira