Íþróttir

Arnar Már pílaði best

Fimmta mótið í Kaffi Króks mótaröð Pílukastfélags Skagafjarðar fór fram í gærkvöldi. Það voru sautján pílukastarar sem mættu til leiks og var spilað í þremur deildum. Úrslitin urðu þau að í A deild reyndist forstjóri Byggðastofnunar, Arnar Már Elíasson, seigastur pílukastara og fór því með sigur af hólmi.
Meira

Orri og Veigar verða með U20 landsliðinu í sumar

Orri Már Svavarsson og Veigar Örn Svavarsson hafa verið valdir í 16 manna hóp U20 ára landsliðs Íslands 2024. Tvíburarnir Kolbrúnar og Svavars, fæddir 2005, hafa verið fastamenn í hópnum hjá liði Tindastóls í Subway-deildinni í vetur og fengu talsverðan spilatíma með liðinu fyrir áramót þegar hópurinn var þunnskipaðri og meiðsli plöguðu nokkra lykilleikmenn.
Meira

Einn Íslandsmeistaratitill í badminton kom norður

Íslandsmót unglinga í badminton fór fram um nýliðna helgi í húsnæði TBR í Reykjavík. Fram kemur í frétt á síðu Badmintondeildar Tindastóls að félagið sendi þrjá keppendur til leiks. Það voru þau Karl, sem keppir í U11B, Júlía Marín, sem keppir í U13A og Emma Katrín, sem keppir í U17A.
Meira

Stólastúlkur unnu mikilvægan útisigur á Snæfelli

Stólastúlkur hófu leik í úrslitakeppni um sæti í Subway-deild kvenna á Stykkishólmi í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar en það virtist ekki trufla lið Tindastóls á nokkurn hátt. Þær komu helgrimmar til leiks, náðu fljótt undirtökunum í jöfnum og spennandi leik og létu sér hvergi bregða í þau örfáu skipti sem heimaliðið komst yfir. Stólastúlkur náðu tíu stiga forystu fyrir lokaleikhlutann og héldu gestgjöfunum í seilingarfjarlægð allt til loka. Mikilvægur sigur, 73-82, og næst verður heimaleikur í Síkinu á miðvikudagskvöld.
Meira

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Tindastóls

Í morgun birti DV frétt þess efnis að tvær stúlkur í æfingaferð með Bestu deildar liði Tindastóls á Spáni hafi verið hætt komnar í sjónum nærri Alicante á Spáni sl. laugardag. „Voru þær fastar í sogi en tveir brettamenn komu þeim til bjargar, sem og allir viðstaddir á ströndinni sem mynduðu mannlega keðju til að stöðva sogið,“ sagði í fréttinni. Feykir leitaði viðbragða hjá Adam Smára Hermannssyni, formanni knattspyrnudeildar Tindastóls, og barst fyrir skömmu fréttatilkynning frá knattspyrnudeildinni.
Meira

Stólastúlkur æfa á Spáni fyrir komandi tímabil

Bestu deikdar lið Stólastúlkna er um þessar mundir í æfingaferð á Spáni, eða nánar tiltekið á Campoamor svæðinu sem er í um 45 minútna spottafæri frá Alicante. Þar leggja Donni þjálfari og hans teymi síðustu línurnar fyrir keppnistímabilið sem hefst sunnudaginn 21. apríl eða eftir sléttar tvær vikur. Þá mætir lið FH í heimsókn á Krókinn.
Meira

Kormákur/Hvöt með góðan sigur í Laugardalnum

Lið Kormáks/Hvatar var í eldlínunnni í Mjólkurbikarnum í dag en Húnvetningar skelltu sér í Laugardalinn þar sem græðlingur úr starfi Þróttar, SR, beið þeirra. Liðin höfðu áður mæst nokkrum sinnum í gömlu 4. deildinni og bæði unnið tvo leiki. Í dag náðu Húnvetningar yfirhöndinni í þessari baráttu því þeir köstuðu SR úr keppni með sterkum 2-4 sigri.
Meira

Stólarnir settu sjö mörk á Samherja

David Bercedo, sem kom til liðs við karlalið Tindastóls nýlega, reimaði á sig markaskóna í gær þegar Stólarnir tóku á móti Samherjum í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins. Leikið var á Krókum og þegar flautað var til leiksloka hafði Bercedo gert fimm af sjö mörkum Tindastóls í öruggum 7-0 sigri.
Meira

Stólarnir mæta liði Grindavíkur í úrslitakeppninni

Það voru margir með böggum hildar í dag og í kvöld á meðan beðið var eftir úrslitum í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta. Lið Tindastóls og Stjörnunnar börðust um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og reikna mátti með að bæði lið sigruðu í sínum viðureignum gegn neðstu tveimur liðum deildarinnar. Öllu máli skipti því hvernig leikur Álftaness og Hattar færi því ljóst var að ynni Höttur færu Stólarnir í sumarfrí en ef Álftanes hefði sigur þá yrði lið Tindastóls í sjöunda sæti og fengi tækifæri til að sýna sparihliðarnar í úrslitakeppninni.
Meira

Öruggur sigur og fjórða sætið varð Stólastúlkna

Það varð ljóst eftir leiki gærkvöldsins í 1. deild kvenna í körfunni að það er lið Snæfells sem Stólastúlkur mæta í úrslitakeppninni. Fyrsti leikur liðanna verður í Stykkishólmi næstkomandi sunnudagskvöld en heimaleikur í Síkinu miðvikudaginn 10. apríl en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið. Í gærkvöldi kláraði lið Tindastóls sinn leik gegn b-liði Keflavíkur af miklu öryggi í lokaumferð deildarkeppninnar en lokatölur urðu 81-43. Þetta er í fyrsta sinn á þessari öld sem kvennalið Tindastóls kemst í úrslitakeppni um sæti í efstu deild.
Meira