Hestar

Þráinn frá Flagbjarnarholti seldur

Íslenskt einkahlutafélag, Þráinsskjöldur ehf, hefur fest kaup á stóðhestinum Þráni frá Flagbjarnarholti. Félagið Þráinsskjöldur, undir forystu Þórarins Eymundssonar á Sauðárkróki, var stofnað nú á dögunum til að koma í veg fyrir að hesturinn færi úr landi.
Meira

Tvö af Norðurlandi vestra í U21-landsliðshópur LH

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi, hafa verið valin í U21-landsliðshóp LH 2022 sem kynntur var í gær. Þau koma ný inn í hópinn ásamt ásamt fjórum öðrum. Á heimasíðu Landssambands hestamanna kemur fram að Hekla Katharína Kristinsdóttir, landsliðsþjálfari U21, hafi valið 16 knapa í U21- landsliðshóp LH fyrir árið 2022. Auk Guðmars og Þórgunnar koma Arnar Máni Sigurjónsson, Egill Már Þórsson, Jón Ársæll Bergmann og Matthías Sigurðsson ný inn í hópinn.
Meira

Saga hrossaræktar – sigið af stað :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein minni lauk ég umfjölluninni þar sem segir frá því að fyrsta hrossaræktarfélagið var stofnað. Þau voru síðan stofnuð hvert af öðru. Áður en ég vík nánar að því og uppbyggingu félagskerfis hrossaræktarinnar almennt séð ætla ég að rekja upphafssögu leiðbeiningarþjónustu í hrossarækt.
Meira

Félag Hrossabænda fordæmir vinnubrögð við blóðtöku mera

Félags Hrossabænda hefur sent frá sér yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem vinnubrögð, sem viðhöfð voru og sjást á myndbandi við blóðtöku úr hryssum, eru hörmuð og fordæmd. Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn félagsins hafa ávallt bent á að velferð hryssna og folalda í blóðhryssnabúskap þurfi að vera í fyrirrúmi.
Meira

Vilja hreinsa Hróarsgötur

Reiðveganefnd Hestamannafélagsins Skagfirðings hefur óskað eftir leyfi skipulags- og byggingarnefndar Svf. Skagafjarðar til að ráðast í hreinsun á svokölluðum Hróarsgötum, sem er forn þjóðleið um Tindastól. Um er að ræða þann hluta leiðarinnar sem liggur ofan Veðramóts og að Skíðastöðum.
Meira

Landsliðsmanni vikið úr landsliðinu í hestaíþróttum

Stjórn Landssambands hestamannafélaga (LH) og landsliðsnefnd sendu frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem sagt er frá þeirri ákvörðun hennar að víkja einum landsliðsmanni úr landsliðshópi Íslands í hestaíþróttum. Fram kemur að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hefði ekki verið kunnugt um dóminn.
Meira

Saga hrossaræktar – samantekt og fyrstu skrefin :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein minni hér í Feyki, þeirri fyrstu í haust og í nýjum greinaflokki um sögu hrossakynbóta hér á landi, ræddi ég um uppruna hrossanna hér á landi – landkynsins sem eitt er til í landinu, hefur varðveist hér hreinræktað með svo gott sem náttúruúrvalið eitt sem ræktunarafl lengi vel en nú síðustu hundrað árin eða svo notið stigvaxandi skipulegrar ræktunar.
Meira

Guðmar Freyr efnilegastur og Þúfur keppnishestabú ársins

Fyrr í dag fór fram á Hotel Natura verðlaunahátíð Landssambands hestamannafélaga en þar áttu þrír Skagfirðingar möguleika á knapaverðlaunum og tvö skagfirsk bú fyrir keppnishestabú ársins 2021. Guðmar Freyr Magnússon var valinn efnilegasti knapi landsins 2021 og Þúfur hlaut nafnbótina keppnishestabú ársins.
Meira

Viðburðaríkt sumar hjá Guðmari Frey Magnússyni - Tilnefndur sem efnilegasti knapi landsins

Sumarið hjá hinum unga og bráðefnilega knapa Guðmari Frey Magnússyni reyndist heilladrjúgt þrátt fyrir skakkaföll sem næstum kom í veg fyrir að hann næði að keppa á helstu hestamótum landsins. Árangurinn var það góður að valnefnd Landssambands hestamanna tilnefndi hann sem efnilegasta knapa ársins 2021, ásamt fjórum öðrum. Auk þess er Íbishóll tilnefndur sem keppnishestabú ársins hvar Guðmar keppir fyrir og þaðan kemur aðal hestakosturinn. Úrslit verða kunngjörð í dag 30. október á verðlaunahátíð sem einungis er ætluð boðsgestum en beina útsendingu frá verðlaunaafhendingunni verður hægt að nálgast á Alendis TV kl 17. Þá er Guðmar einnig tilnefndur til afreksknapa í ungmennaflokki hjá Hestamannafélaginu Skagfirðingi en úrslit þar ráðast á árshátíð félagsins sem haldin er 6. nóvember í Árgarði.
Meira

Þrír Skagfirðingar koma til greina sem knapar ársins hjá LH

Ekki verður haldin uppskeruhátíð hjá Landssambandi hestamannafélaga í ár en í hennar stað var að ákveðið að halda verðlaunahátíð um næstu helgi. Þrír Skagfirðingar eiga möguleika á knapaverðlaunum og tvö skagfirsk bú fyrir keppnishestabú ársins 2021.
Meira