Hestar

Tvær stúlkur úr Skagafirði í U-21 í hestaíþróttum

Þær Björg Ingólfsdóttir og Þórgunnur Þórarinsdóttir úr hestamannafélaginu Skagfirðingi hafa verið valdar í U21-landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum en skrifað var undir samninga í gærmorgun í höfuðstöðvum Landssambands hestamannafélaga í Laugardalnum. Tvær skagfirskar hestakonur eru þar á meðal tíu annarra knapa en stórt tímabil er framundan á HM ári.
Meira

Háskólinn á Hólum varðveitir Sleipnisbikarinn, merkasta verðlaunagrip íslenskrar hestamennsku

Háskólanum á Hólum hefur verið falið að varðveita á milli Landsmóta hestamanna en samkomulag þess efnis var undirritað sl. föstudag í húsakynnum Söguseturs íslenska hestsins á Hólum. Það var Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, sem fól rektor skólans, Hólmfríði Sveinsdóttur, að varðveita gripinn, sem sagðist þakka traustið og virðinguna sem skólanum væri sýndur.
Meira

Guðmar Freyr knapi ársins hjá Skagfirðingi

Á árshátíð Hestamannafélagsins Skagfirðings, sem fram fór síðasta föstudag í Ljósheimum, voru knapar ársins hjá félaginu verðlaunaðir, líkt og venja er fyrir. Félagið greinir frá því á heimasíðu sinni að Guðmar Freyr Magnússon hafi verið útnefndur knapi ársins.
Meira

Norskir fyrirlesarar kynna á Hólum rannsókn sína um hross í umferð og hættur á vegum

Á morgun, fimmtudaginn 6. október, verður haldinn fyrirlestur heima á Hólum þar sem norskt rannsóknarfólk mun kynna niðurstöður sínar úr rannsókn sem það gerði vegna hesta og öryggi knapa í umferðinni. Einnig verða tryggingamál og reglur sem gilda fyrir umferðarslys í tengslum við hesta og önnur dýr.
Meira

Laufskálaréttarhelgi framundan í allri sinni dýrð

Eftir tveggja ára Covid-hlé er loksins hægt að gleðjast saman á ný á Laufskálaréttarhelgi sem fer fram um helgina. Mikið húllumhæ verður þá í Skagafirði, hestasýning, réttarstörf, kráarstemning og stórdansleikur svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Stokkað upp í rekstri Söguseturs íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins hefur verið starfrækt í ríflega tvo áratugi en það var stofnað að Hólum í Hjaltadal 9. júní 2001 af Hestamiðstöð Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga og Hólaskóla. Árið 2006 var það gert að sjálfseignarstofnun og eru stofnaðilar hennar Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli. Nú er setrið á krossgötum þar sem erfiðlega hefur gengið að tryggja fjármögnun á rekstur þess. Vegna óvissu sem ríkti um reksturinn fyrr á árinu var forstöðumanni setursins, Kristni Hugasyni, sagt upp störfum og því verið lokað tímabundið a.m.k.
Meira

Íslandsmeistari annað árið í röð :: Íþróttagarpurinn Hjördís Halla Þórarinsdóttir

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram í Borgarnesi fyrir skömmu og sagði Feykir frá afar góðum árangri systranna Hjördísar Höllu og Þórgunnar Þórarinsdætrum á Sauðárkróki. Þórgunnur var Íþróttagarpur Feykis í fyrsta blaði ársins en nú er komið að Hjördísi Höllu sem varð Íslandsmeistari í tölti í barnaflokki á hestinum Flipa frá Bergsstöðum á téðu Íslandsmóti og annað sætið varð hennar í fjórgangi.
Meira

Leikur frá Lækjamóti II og Helga Una Björnsdóttir sigurvegarar í A-flokki gæðinga á NM í hestaíþróttum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram á Álandseyjum um sl. helgi en þar var á meðal keppenda Vestur-Húnvetningarnir Helga Una Björnsdóttir, frá á Syðri-Reykjum, og Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal á Lækjamóti. „Leikur frá Lækjarmóti kom, sá og sigraði í A-flokki gæðinga með Helgu Unu Björnsdóttur í hnakknum,“ segir á heimasíðu Landssambands hestamanna.
Meira

Systurnar Hjördís Halla og Þórgunnur Íslandsmeistarar

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram í Borgarnesi um helgina og er óhætt að segja að systurnar Hjördís Halla og Þórgunnur Þórarinsdætur á Sauðárkróki hafi staðið sig afburða vel með reiðskjóta sína.
Meira

Íslenska smáforritið HorseDay notað við kennslu í hestafræðideild Háskólans á Hólum

Í vor var íslenska snjallforritinu HorseDay hleypt af stokkunum en með forritinu fæst mikilvæg yfirsýn yfir þjálfun hesta og umhirðu, bein tenging við WorldFeng og GPS skráning við þjálfun hesta og á hestaferðum líkt og þekkist innan annarra tómstunda auk samfélagsumhverfis fyrir íslenska hestinn.
Meira