Hestar

WR Hólamótinu lokið

Fram kemur á Eidfaxi.is að WR Hólamótinu sé lokið.
Meira

Minningargjöf um Sigrúnu Kristínu Þórðardóttur

Sunnudaginn 1. maí komu félagar í hestamannafélaginu Þyt saman við reiðhöllina á Hvammstanga til að taka á móti skilti til merkingar á höllinni. Það voru spilafélagar Sigrúnar Kristínar Þórðardóttur sem gáfu skiltið til minningar um Sigrúnu sem lést þann 8. apríl 2019. Sigrún var formaður Þyts þegar höllin var byggð og var hún aðal hvatamaður að byggingu hennar.
Meira

Prestsbær hrossaræktarbú ársins 2021 í Skagafirði

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga (HSS) hélt tvöfaldan aðalfund fyrir árin 2020 og 2021, þann 19. apríl síðastliðinn í Tjarnarbæ. Við sama tækifæri var verðlaunaveiting til félagsmanna HSS þar sem verðlaun voru veitt fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin, hrossaræktarbú ársins og kynbótaknapa ársins, fyrir árið 2021.
Meira

Saga hrossaræktar – félagskerfið, önnur grein :: Kristinn Hugason skrifar

Nú skal ofinn áfram þráðurinn frá síðustu grein þar sem fjallað var um stofnun fyrsta hrossaræktarfélagsins og hugmyndina að baki þess sem byggist á Norður-Evrópska eða Skandinavíska ræktunarmódelinu sem er við lýði enn í dag og er í raun grunnurinn að sameiginlegu skýrsluhaldi og útreikningi á kynbótamati. Þó staða hrossaræktarfélaganna hafi gerbreyst frá því er var.
Meira

Hestadagar í Skagafirði um helgina - Tekið til kostanna og Meistaradeild KS

Tekið til kostanna 2022 fer fram í reiðhöllinni Svaðastöðum föstudaginn 29. apríl nk. kl. 20:00 - Húsið opnar klukkan 18 og segir í tilkynningu frá aðstandendum viðburðarins að hamborgari og kaldur verði í boði í reiðhöllinni. Lagt verður á skeið á Hólum á laugardag.
Meira

Fimmgangur í Meistaradeild KS á morgun

Meistaradeild KS í hestaíþróttum heldur áfram á morgun 13. apríl þegar keppt verður í fimmgangi í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Sýnt verður beint frá mótinu á Alendis TV. Í tilkynningu frá stjórn Meistaradeildar segir að húsið verði opið frá klukkan 17 þar sem hægt verður að spjalla yfir kjötsúpu, kaffi, súkkulaði og samlokum. „Endilega mætið tímanlega - hlökkum til að sjá ykkur.“
Meira

Þórgunnur sigursæl í Meistaradeild Líflands og æskunnar

Lokamót Meistaradeildar Líflands og æskunnar fór fram í Víðidalnum í Reykjavík um helgina þar sem keppt var í gæðingaskeiði (PP1) og slaktaumatölti (T2). Þórgunnur Þórarinsdóttir, frá Sauðárkróki, stóð uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppninni en einnig var hún í stigahæsta liðinu.
Meira

Tekið til kostanna í Sæluviku

Í tilefni 20 ára afmælis Reiðhallarinnar Svaðastaða verður haldin stórsýning í Skagafirði, Tekið til kostanna! Sýningin fer í fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki í lok Sæluviku, 30. apríl. Samhliða fer fram skeiðmót Meistaradeildar KS þar sem keppt verður í gæðingaskeiði og 150m skeiði.
Meira

Góð stemning á Vetrarmótaröð Þyts

Annað mót í Vetrarmótaröð Þyts var haldið sunnudaginn 13. mars og var þátttaka með ágætum. Á heimasíðu Þyts segir að gaman hafi verið að sjá hve margir áhorfendur komu og fylgdust með.
Meira

Mette og Skálmöld sigruðu í gæðingafimi Meistaradeildar KS

Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar í gæðingafimi Meistaradeildar KS í hestaíþróttum sem fram fór á miðvikudagskvöldið, með einkunnina 8,41. Hefur þetta glæsilega par þá sigrað í þessari grein tvö ár í röð. Þúfur tekur forystuna í liðakeppninni.
Meira