Lið Grunnskóla Húnaþings vestra komið í úrslit Skólahreysti
Í dag tók lið Grunnskóla Húnaþings vestra þátt í hasarnum sem Skólhreysti er en keppnin fór fram í Laugardagshöll og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Það var ekki að spyrja að því að Húnvetningarnir komu, sáu og sigruðu sinn riðil og hafa því tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar sem fara fram 25. maí.
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra skipa þau Friðrik Hrafn Hannesson, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Victor Þór Sigurbjörnsson, Nóa Sophia Ásgeirsdóttir, Indriði Rökkvi Ragnarsson og Victoría Elma Vignisdóttir og klæddust þau grænu í dag.
„Krakkar, þið eruð þvílíkar fyrirmyndir og stóðuð ykkur eins og kempurnar sem þið eruð!“ segir í færslu á Facebook-síðu Grunnskóla Húnaþings vestra. Úrslitin urðu þau að Victor vann upphífingar og var í 7. sæti í dýfum, Nóa vann hreystigreip og var í 2. sæti í armbeygjum og Saga og Friðrik keyrðu allt í botn og unnu hraðaþrautina.
Keppt er í sex riðlum í dag og á morgun í Laugardalshöllinni og þann 30. apríl verður undankeppni á Akureyri og þar keppa 20 skólar í tveimur riðlum. Þá munu nemendur annarra skóla á Norðurlandi vestra eflaust sýna hvað í þeim býr.
Til hamingju Grunnskóli Húnaþings vestra!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.