Kvenfélagið Freyja færði skólanum hjartastuðtæki
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
11.04.2024
kl. 10.15
Nóa tekur við hjartastuðtækinu fyrir hönd skólans. Flott gjöf frá Kvenfélaginu Freyju. MYND AF SÍÐU GRUNNSKÓLA HÚNAÞINGS VESTRA
Í síðustu viku kom Dagný Ragnarsdóttir, formaður kvenfélagsins Freyju, og færði Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra hjartastuðtæki. Í frétt á netsíðu skólans er tekið fram að vonandi muni gjöfin aldrei koma að notum „…en erum við þó svo þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem er mikilvæg viðbót í öryggisbúnað skólans.“
Það var Nóa, varaformaður nemendaráðs, sem tók á móti gjöfinni fyrir hönd skólans. „Takk fyrir okkur elsku konur, við erum ykkur ævinlega þakklát.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.