Gul viðvörun á Norðurlandi vestra
Veðurstofan hefur smellt á okkur gulri veðurviðvörun mest allan laugardaginn og fram á aðfaranótt sunnudags. Gert er ráð fyrir ört hækkandi hita og því má búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gula viðvörunin gildir fyrir Vestfirði og allt Norðurland.
Spáin gerir ráð fyrir hita í kringum tíu gráður á morgun en þungbúnu og sumstaðar dálítil væta. Spáð er sunnanátt sem fer vaxandi þegar líður á daginn og á sunnudagsmorgni er reiknað með vindi allt að 19 m/sek um hádegi en lægir talsvert upp úr hádegi. Síðan er spáð björtu og stilltu veðri út vikuna en að vísu fer hitastigið lækkandi þegar á líður.
Veðrið á sumardaginn fyrsta ætti samkvæmt þessu að vera skaplegt, sól og hæg norðanátt en hitinn kannski 3-7 gráður.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.