Fyrri umferð biskupskosninga lokið
Kosning biskups Íslands fór fram dagana 11.- 16. apríl og kosningu lauk á hádegi í dag, 16. apríl og niðurstaða kosninganna liggur fyrir þrjú voru í kjöri og féllu atkvæði þannig:
Guðrún Karls Helgudóttir hlaut 839 atkvæði eða 45,97%
Guðmundur Karl Brynjarsson hlaut 513 atkvæði eða 28,11%
Elínborg Sturludóttir hlaut 465 atkvæði eða 25,48%
Á kjörskrá voru 2286 og greiddu 1825 átkvæði eða 79,83 %.
Átta tóku ekki afstöðu. Þar sem enginn frambjóðandi fékk meiri hluta greiddra atkvæða verður kosið á nýjan leik milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Stefnt er að því að seinni umferð kosningar hefjist fimmtudaginn 2. maí kl. 12:00 á hádegi og standi til þriðjudagsins 7. maí kl. 12:00 á hádegi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.