Jólalag dagsins - Ef ég nenni
Heima með Helga hefur lokið göngu sinni á Skjá einum, í bili að minnsta kosti, en þættirnir nutu mikilla vinsælda í kófinu eins og flestir landsmenn vita. Þrátt fyrir að Helgi hafi ekki verið á skjánum í gærkvöldi er algjör óþarfi að kíkja ekki á kallinn.
Ef ég nenni er erlent lag Adelmo Fornaciari við ljóð Jónasar Friðriks Guðnasonar. Sviðsnafn Adelmo er Zucchero sem þýðir sykur á ítölsku en svokallaði grunnskólakennari hans hann áður. Zucchero er álitinn „faðir ítalska blúsins“ og er einn fárra evrópskra blúslistamanna sem enn njóta mikillar velgengni á alþjóðavettvangi.
Jónas Friðrik Guðnason þekkja margir sem hirðskál Ríó tríósins á árum áður, borinn og barnfæddur á Raufarhöfn. Eftir hann liggur ógrynni söngtexta og ljóða.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.