Friðarganga Árskóla í myndum

Árleg friðarganga Árskóla fór fram á Sauðárkróki í morgun. Ljósm./BÞ
Árleg friðarganga Árskóla fór fram á Sauðárkróki í morgun. Ljósm./BÞ

Árleg friðarganga Árskóla fór fram á Sauðárkróki í morgun. Veðrið var stillt, jólalögin hljómuðu allt um kring og mikil spenningur skapaðist hjá nemendum skólans. Í hugum margra bæjarbúa markar þessi skemmtilega hefð upphaf aðventunnar og finnst mörgum ómissandi að fylgjast með ljóskerinu ganga á milli barnanna, sem mynda samfellda keðju upp kirkjustíginn, þar til hann kemur að krossinum og á honum kviknar ljós.  

Þegar komið var að því að telja niður að tendrun krossins byrjaði skyndilega að snjóa, fljótlega varð fannhvít jörð og þá má segja að jólaandinn hafi hreiðraði um sig í brjósti viðstaddra.    

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir