Alltaf nóg um að vera í Höfðaskóla

Hasar í hesthúsi. MYNDIR: HÖFÐASKÓLI.iS
Hasar í hesthúsi. MYNDIR: HÖFÐASKÓLI.iS

Feykir rakst á skemmtilegar myndir frá heimsókn yngstu nemenda Höfðaskóla á Skagaströnd í hesthús til Fjólu kennara í byrjun árs. „Það var ansi glatt á hjalla bæði hjá nemendum og fjórfætlingum,“ segir í frétt á vef skólans og svo segir; „Það er þakkarvert þegar hestaeigendur eru tilbúnir að taka á móti börnum og leyfa þeim að njóta nálægðar við dýrin.“

„Það er alltaf nóg um að vera í Höfðaskóla,“ sagði Sara Diljá Hjálmarsdóttir skólastjóri þegar Feykir forvitnaðist um hvað væri í deiglunni í félagslífinu í skólanum. „Nú eru nemendur að undirbúa sig fyrir ljósagöngu sem farin verður á LightUp!ljósahátíðinni 26. janúar, þorrinn er framundan með ýmsum skemmtilegum verkefnum áður en öskudagur gengur svo í garð, en þá eru oft ýmsar furðuverur á sveimi í skólanum.“

Myndirnar hér að neðan eru fengnar af heimasíðu Höfðaskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir