U18 landslið stúlkna í körfuknattleik fékk bronsið
Nú er nýafstaðið Norðurlandamót yngri landsliða í körfuknattleik. Norðurland vestra á sína fulltrúa í U18 landsliði stúlkna en það eru þær Dagbjört Dögg Karlsdóttir, frá Reykjum í Hrútafirði, Linda Þórdís B. Róbertsdóttir og Bríet Lilja Sigurðardóttir, úr Skagafirðinum.
Stúlknalandsliðið byrjaði vel á mótinu með tvo örugga sigra á landsliðum Dana og Noregs. Heldur seig á ógæfuhliðina hjá stúlkunum í seinni hluta mótsins en þær töpuðu síðustu þremur leikjunum en stóðu þó nokkuð vel í liðunum, þá sérstaklega í lokaleiknum á móti sigurvegurum mótsins, Finnum en sá leikur fór 71-77. Þær hlutu bronsið fyrir frammistöðu sína á mótinu en í öðru sæti var landslið Svía.
Dagbjört Dögg var með 4,2 stig að meðaltali í leik á 10,56 mínútum. Þá greip hún 1,4 fráköst í leik.
Linda Þórdís lék að meðaltali 8,08 mínútur og skoraði 0,4 stig í leik og tók 3,2 fráköst.
Bríet Lilja spilaði 7,48 mínútur í leik en hún skoraði 1,2 stig að meðaltali og greip 1,4 fráköst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.