Þrjú frá Tindastól í landsliðshópi í frjálsum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.03.2018
kl. 08.09
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt landsliðshóp sinn fyrir 2018 en í honum eru þrír Skagfirðingar, Ísak Óli Traustason í grindahlaupi og fjölþraut, Jóhann Björn Sigurbjörnsson í spretthlaupum og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir í hástökki.
Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að Þóranna Ósk og Ísak Óli hafi staðið sig frábærlega á mótum vetrarins innanlands og utan, og endurkoma Jóhanns Björns á hlaupabrautina eftir nokkurt hlé, á MÍ og í Bikarkeppni nú nýlega, var glæsileg.
Óhætt er að segja það góðan árangur hjá frjálsíþróttadeild Tindastól að eiga þrjá fulltrúa í landsliðshópnum. Til hamingju!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.