Þrír Stólar í landsliðihópnum
Í vikunni hefjast æfingar hjá landsliði karla í körfuknattleik fyrir undankeppni EM, EuroBasket 2017. Af því tilefni hefur landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen og þjálfarateymi hans boðað 22 leikmenn til æfinga en alls eru 41 leikmaður í æfingahópnum fyrir sumarið. Af þessum 22 leikmönnum sem mæta til æfingar í vikunni eru þrír þeirra úr Tindastóli.
Tindastólsmennirnir eru þeir Björgvin Hafþór Ríkharðsson, Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson.
Æft verður framyfir helgi en þá verður skorið niður og þeir sem stóðu sig best valdir áfram á næstu æfingu sem verður 25. júlí. Á þeirri æfingu mæta einnig þeir leikmenn sem voru í landsliðinu í fyrra en eru ekki að æfa í fyrsta hópnum en að auki bætast við nokkrir úr U20 ára landsliði karla en þeir eru í Grikklandi að keppa á EM U20 og eru að standa sig frábærlega, komnir í átta liða úrslit. Frekari upplýsingar og listi yfir aðra leikmenn sem í hópnum eru, má finna hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.