Þóranna Ósk og Daníel Frjálsíþróttafólk UMSS 2015
Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði var haldin í Miðgarði sl. laugardag, þann 28. nóvember. Þar var það frjálsíþróttafólk Skagafjarðar sem skarað hefur fram úr þetta árið heiðrað í öllum flokkum.
Samkvæmt Facebook-síðu Frjálsíþróttadeildar Tindastóls var Daníel Þórarinsson valinn Frjálsíþróttakarl UMSS 2015 og Frjálsíþróttakona UMSS 2015 er Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir. Þá voru Gísli Laufeyjarson Höskuldsson og Guðný Rúna Vésteinsdóttir kjörin Ungir og efnilegir unglingar 2015.
Íslandsmeistarar 2015 voru: Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir 6 titlar, Ísak Óli Traustasson 1. titill Gunnar Freyr Þórarinnsson 1 titill, Laufey Harðardóttir 1 titill . Unglingalandsmótsmeistari 2015 Ragna Vigdís Vésteinsdóttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.