Þóranna Ósk Íþróttamaður Skagafjarðar 2015

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir frjálsíþróttakona er Íþróttamaður Skagafjarðar 2015. Ljósm./UMSS.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir frjálsíþróttakona er Íþróttamaður Skagafjarðar 2015. Ljósm./UMSS.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir frjálsíþróttakona úr Tindastóli var valinn Íþróttamaður Ungmennasambands Skagafjarðar UMSS 2015 í hófi sem haldið í Húsi frítímans á Sauðárkróki, sunnudaginn 27. desember. Hún var valinn einnig Íþróttamaður UMF Tindastólls 2015.

Í fréttatilkynningu frá UMSS kemur fram að Þóranna, sem er 19 ára gömul, hefur æft frjálsar íþróttir undanfarin ár en hennar sérgrein er Hástökk og Grindarhlaup. Hún er sexfaldur Íslandsmeistari í frjálsum 2015, bæði í hennar aldursflokki 15-22 ára og í fullorðinsflokki.

Helstu afrek Þórönnu á árinu 2015 eru eftirfarandi:

  • Reykjarvíkurleikar haldnir 17. janúar innanhúss. Gullverðlaun í Hástökki kvenna en hún stökk 1,67m
  • Stórmót ÍR haldið 1. febrúar innanhúss. Gullverðlaun í Hástökki kvenna þar sem hún hún stökk 1,62m. Silfur í 60 metra grindarhlaupi á 84 sm háar grindur, 9,49 sek.
  • Meistaramót Íslands aðalhluti, haldið 7. febrúar innanhúss. Gullverðlaun í Hástökki kvenna, hún stökk 1,67m.
  • Meistaramót Íslands 15-22 ára haldið 21.-22. febrúar innanhúss. Gullverðlaun í 60 metra grindarhlaupi 18-19 ára stúlkna, 84 sm grindur, 9,38 sek. Gullverðlaun í Hástökki 18-19 ára stúlkna, 1,65m.
  • Bikarkeppni FRÍ 28. febrúar innanhúss. Silfur í hástökki kvenna, hún stökk 1,67m
  • Smáþjóðaleikanir 4. júní utanhúss. 4.-5. sæti í Hástökki kvenna, hún stökk 1,65m
  • Vormót ÍR 8. júní, innanhúss. Silfur í hástökki kvenna, hún stökk 1,63m.
  • Evrópukeppni Landsliða, 2. deild utanhúss, haldinn 21. júní í Búlgaríu. Hún hafnaði í 6.-8. sæti í hástökki kvenna, stökk 1,60m.
  • Meistaramót Íslands, aðalhluti haldið 26. júlí utanhúss. Gullverðlaun í Hástökki kvenna, stökk 1,63m. Brons í 100m grind, 84sm 15,74 sek.
  • Meistaramót Íslands 15-22 ára haldið 15.-16. ágúst. Gullverðlaun í hástökki 18-19 ára stúlkna, stökk 1,63m. Gullverðlaun í 100m grind, 84sm 18-19 ára, hljóp á 16,27sek. Silfur í þrístökki 18-19 ára stúlkna, stökk 10,41m. Brons í spjótkasti (600gr) 18-19 ára stúlkna, kastaði 30,30m.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir