Sótt um að halda Unglingalandsmót 2019

Frá unglingalandsmóti á Sauðárkróki 2014. Mynd: Feykir.
Frá unglingalandsmóti á Sauðárkróki 2014. Mynd: Feykir.

Á fundi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar 26. maí sl. var lagt fram bréf dagsett 18. maí 2016 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, þar sem sambandið óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við umsókn til að halda Unglingalandsmót UMFÍ í Skagafirði árið 2019.

„Unglingalandsmót á Sauðárkróki 2019 mun hafa víðtæk jákvæð áhrif á samfélagið í Skagafirði og mun sveitarfélagið styðja við bak UMSS sem kostur er við umsóknina,“ segir í fundarferð byggðaráðs. Var sveitarstjóra falið að sjá um samskipti við UMSS vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir