Sauðárkróks-Hestar náði bestum árangri skagfirskra hrossaræktarbúa

Guðmundur Ólafsson og Svala Guðmundsdóttir.
Guðmundur Ólafsson og Svala Guðmundsdóttir.

Á uppskeruhátíð skagfirskra hestamanna sem haldin var í Ljósheimum 27. nóvember síðastliðinn voru veitt verðlaun fyrir það hrossaræktarbú sem bestum árangri náði á árinu 2015. Verðlaunin að þessu sinni hlutu Sauðárkróks-Hestar.

Að búinu standa Guðmundur Sveinsson og Auður Steingrímsdóttir ásamt fjölskyldu. Það voru þau Svala Guðmundsdóttir og Guðmundur Ólafsson tamningamaður sem tóku við verðlaununum fyrir hönd búsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir