Bríet Lilja og Linda Þórdís í U18 landsliðinu

Bríet Lilja Sigurðardóttir og Linda Þórdís Róbertsdóttir og U16 lið Íslands þegar þær urðu Norðurlandameistarar í körfuknattleik í Svíþjóð 2014.
Bríet Lilja Sigurðardóttir og Linda Þórdís Róbertsdóttir og U16 lið Íslands þegar þær urðu Norðurlandameistarar í körfuknattleik í Svíþjóð 2014.

Norðurlandamót U16 og U18 ára landsliða fer fram í Finnlandi dagana 26.-30. júní næstkomandi. Mótið sem í tæpa tvo áratugi hefur farið fram í Svíþjóð verður nú haldið í Finnlandi. Tilkynnt hefur verið um íslensku U16 og U18 ára hópana fyrir verkefnið en í U18 hóp stúlkna eru Skagfirðingarnir Linda Þórdís B. Róbertsdóttir og Bríet Lilja Sigurðardóttir. 

Linda Þórdís B. Róbertsdóttir er leikmaður Tindastóls en leikur á Spáni um þessar mundir. Bríet Lilja Sigurðardóttir, sem áður lék með Tindastól, leikur nú með Þór Akureyri. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir