Laufey Harpa með U17 landsliði kvenna til Svartfjallalands

Laufey Harpa Halldórsdóttir. Ljósm./Alexandra Ósk Guðjónsdóttir.
Laufey Harpa Halldórsdóttir. Ljósm./Alexandra Ósk Guðjónsdóttir.

Úlfar Hinriksson, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið 18 leikmenn til að taka þátt í undanriðli EM sem leikinn verður í Svarfjallalandi 20. -28. október. Þar á meðal er Skagfirðingurinn Laufey Harpa Halldórsdóttir sem leikur með Tindastóli.

Með Íslandi í riðli eru heimastúlkur í Svartfjallalandi, Finnland og Færeyjar. Leikmennirnir koma úr 11 félagsliðum víðs vegar af landinu, en Valur á þó flesta fulltrúa, eða 5.

Hópurinn:

Kristín Dís Árnadóttir - Breiðablik

Guðrún Gyða Haralz - Breiðablik

Rannveig Bjarnadóttir - FH

Aníta Dögg Guðmundsdóttir - FH

Guðný Árnadóttir - FH

Dröfn Einarsdóttir - Grindavík

Alexandra Jóhannsdóttir - Haukar

Aníta Lind Daníelsdóttir - Keflavík

Ásdís Karen Halldórsdóttir - KR

Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir - Stjarnan

Laufey H. Halldórsdóttir - Tindastóll

Agla María Albertsdóttir - Valur

Harpa Karen Antonsdóttir - Valur

Ísold Kristín Rúnarsdóttir - Valur

Rakel Leósdóttir - Valur

Hlín Eiríksdóttir - Valur

Eyvör Halla Jónsdóttir - Víkingur R

Telma Ívarsdóttir – Fjarðabyggð

 

Heimild: Fótbolti.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir