Ísmaðurinn 2016
Skíðasvæðið í Tindastól efnir til keppni um Ísmanninn 2016 sem haldin verður laugardaginn 30. apríl. Um er að ræða ögrandi áskorun fyrir hressa fjallagarpa og verða vegleg verðlaun í boði. Keppt verður í svigi og hlaupum.
Keppt verður í sérstakri braut sem byggist þannig upp að startað verður við topp lyftunnar og hlaupið upp að fyrsta hliði. Skíðað verður niður fjallið eftir braut niður að ármótum og þar eru skíðin sett á bakið og hlaupið upp að skíðaskála, um 1 km leið.
Veitt verða veglegt verðlaun, 50.000 krónur fyrir fyrsta sætið, 25.000 krónur fyrir annað sætið og 15.000 krónur fyrir 3. sætið. Keppnisgjald er 5.000 krónur. Uppákomur og skemmtun í fjallinu ásamt kvöldverðarhófi á Ólafshúsi er innifalið í verð. Samhliða mun fara fram uppskeruhátíð skíðadeildar Tindastóls.
Skráning fer fram á Skíðasvæði Tindastóls og einnig er hægt að senda tölvupóst á skidi@tindastoll.is eða hafa samband í síma 899-9073.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.