Grasrótarknattspyrna á Hofsósi á forsíðu

Forsíðuna sem um ræðir prýðir þessi fallega mynd frá Hofsósi.
Forsíðuna sem um ræðir prýðir þessi fallega mynd frá Hofsósi.

UEFA ( Knattspyrnusamband Evrópu ) gefur reglulega út blöð og bæklinga sem dreift er til allra Knattspyrnusambanda í Evrópu. Í nýjasta blaðinu er fjallað um litla Ísland og hvernig það komst á lokamótið í Frakklandi.    

Á forsíðu blaðsins er skemmtileg mynd sem tekin er í Skagafirði, nánar tiltekið á Hofsósi og sýnir grasrótarknattspyrnu í sinni bestu mynd. „Ekki ónýtt að fá svona stuttu eftir að Tindastóll hlaut grasrótarverðlaun UEFA og KSÍ,“ segir í tilkynningu sem Feyki barst frá UMSS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir