Arnar Geir setti vallarmet á Meistaramóti GSS
Meistaramót GSS í eldri flokkum fór fram dagana 6.-9.júlí á Hlíðarendavelli við Sauðárkrók.
Keppt var í fjölmörgum flokkum og var ljómandi góð þátttaka og stemmingin mjög góð.
Eins og segir á heimasíðu GSS fór lognið mishratt yfir eftir dögum og einnig rigndi duglega á köflum.
Þetta hafði einhver áhrif á skor kylfinga en þrátt fyrir þetta setti hinn ungi og bráðefnilegi Arnar Geir Hjartarson vallarmet
á öðrum degi á hvítum teigum þegar hann spilaði völlinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari.
Mikil og hörð keppni var í flestum flokkum og réðust úrslit ekki fyrr en á lokaholum í mörgum flokkunum. Á laugardagskvöldinu voru verðlaun afhent og var svo matur að móti loknu en þar voru einnig afhent ýmis aukaverðlaun. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir holukeppni GSS sem lauk nýverið.
Það var hann Elvar Ingi Hjartarson sem stóð uppi sem holukeppnismeistari GSS árið 2016.
Helstu úrslit má sjá á heimasíðu GSS
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.