Tólf í framboði til embættis forseta Íslands
Tólf verða í framboði til forseta Íslands í kosningunum 1. júní næstkomandi en þá ræðst hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Landskjörstjórn fór yfir öll framboð sem bárust og úrskurðað um gildi þeirra. Tvö framboð voru úrskurðuð ógild en Viktor Traustason kærði úrskurðinn og fékk tækifæri til að lagfæra undirskriftalistann sinn sem hann og gerði.
Í frétt á RÚV segir að kjósendur hafi meira val í forsetakosningunum sem fram fara 1. júní heldur en nokkru sinni fyrr. Tólf framboð hafa verið metin gild, þremur fleiri en í forsetakosningunum fyrir átta árum þegar Guðni Th. Jóhannesson stóð uppi sem sigurvegari.
Frambjóðendur til þessa æðsta embættis þjóðarinnar eru í stafrófsröð; Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon Wium, Baldur Þórhallsson, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Helga Þórisdóttir, Jón Gnarr, Katrín Jakobsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason.
Fyrsti sjónvarpsfundur frambjóðenda í Sjónvarpi allra landsmanna verður í kvöld og hefst kl. 19:40 – kemur í staðinn fyrir Vikuna með Gísla Marteini. Þetta verður eitthvað og ekkert víst að þetta klikki...
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.