Þúfur Ræktunarbú ársins ásamt Fákshólum

Mette og Gísli. MYND INTERNETIÐ
Mette og Gísli. MYND INTERNETIÐ

Í fyrsta sinn voru tvö hrossaræktarbú verðlaunuð sem Ræktunarbú ársins en það voru hrossaræktunarbúið Þúfur og Fákshólar.

Ræktendur á Þúfum eru þau Mette Mannseth og Gísli Gíslason. Á heimasíðu Eiðfaxa segir að sýnd hafi verið tíu hross frá Þúfum og var meðalaldur þeirra 4,9 ár. Efsta hrossið sem sýnt var frá búinu var heimsmethafinn Strengur frá Þúfum en hann setti heimsmet þegar hann hlaut 8.65 í aðaleinkunn fjögurra vetra.

Feykir óskar þeim Gísla og Mette innilega til hamingju með þessi verðskulduðu verðlaun. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir