Þórarinn Eymunds marði fimmganginn í Meistaradeild KS
Þriðja keppniskvöld Meistaradeildar KS fór fram 3. apríl sl. þegar keppt var í fimmgangi. Mörg góð hross voru skráð til leiks og nokkrir reynsluboltar voru innan um nýja og efnilega.
Á Facebook-síðu Meistaradeildar KS segir að Mette Mannseth og Kalsi frá Þúfum hafi leitt eftir forkeppni með einkunnina 7,10 - Það mátti búa sig undir spennandi fimmgangs úrslit. Glæsisprettir sáust og mikil spenna ríkti hver myndi standa uppi sem sigurvegari.
Mjög mjótt var á munum en að lokum var það hátt dæmdi stóðhesturinn Þráinn frá Flagbjarnarholti og knapi hans Þórarinn Eymundsson sem sigruðu með einkunnina 7,21. Rétt á eftir var Bjarni Jónasson með Spennanda frá Fitjum með einkunnina 7,19 og í því þriðja Mette Mannseth og Kalsi frá Þúfum með 7,17.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.