Steinull 30 ára í dag
Steinull hf. Á Sauðárkróki fagnar því í dag að 30 ár eru síðan verksmiðjan var formlega tekin í notkun. Bæjarbúar hafa ef til veitt því athygli að í dag er flaggað við verksmiðjuna af þessu tilefni. Feykir mun segja nánar frá þeim tímamótum og sögu verksmiðjunnar í næstu viku.
Fyrsta framleiðsla Steinullarverksmiðjunnar hf á Sauðárkróki kom á markaðinn seinnihluta árs 1985. Fyrir þann tíma hafði undirbúningur að starfssemi verksmiðjunnar staðið yfir í nokkur ár að frumkvæði heimamanna á Sauðárkróki, sem í þeim tilgangi stofnuðu með sér Steinullarfélagið h.f.
Stofnendur Steinullarverksmiðjunnar h.f voru síðan Ríkissjóður, Partek AB, Sauðárkróksbær, Steinullarfélagið h.f, Kaupfélag Skagfirðinga og Samband Íslenskra Samvinnufélaga. Með aðkomu finnska steinullarframleiðandans Partek var tryggður aðgangur að nýjustu framleiðslutækni og hefur samstarf fyrirtækjanna reynst afar farsælt æ síðan.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.