Skóflustunga tekin af nýju iðnaðarhúsnæði á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
21.06.2018
kl. 08.00
Fyrsta skóflustungan að nýju iðnaðarhúsnæði, við Ennisbraut 5 á Blönduósi, var tekin í gær.
Fyrirtækið Húnaborg ehf. byggir 372m2 iðnaðarhúsnæði sem skiptist í fimm einingar, hver eining verður u.þ.b. 74m2. Húsið verður byggt á staðsteyptar undirstöður úr límtrésburðarvirki áklætt steinullareiningum.
Í byrjun árs voru fjórar umsóknir um byggingarleyfi frá Húnaborg ehf. samþykktar í skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar. Húnaborg ehf. stefnir á að byggja tvö atvinnu-og eða geymsluhúsnæði sem og tvö raðhús á Blönduósi.
/Lee Ann
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.