Skagfirsk ættuð stúlka skorar ótrúlegt mark í Noregi - Myndband
Mark, sem Marie Jóhannsdóttir skoraði í innanhússfótbolta í Noregi, hefur vakið mikla athygli þar ytra enda nokkuð óvenjulegt. Hefur TV2 meðal annars sýnt það á vefsíðu sinni. Marie, sem rekur ættir sínar til Skagafjarðar, leikur með liði Styn og var hún að taka víti í undanúrslitaleik gegn Sandane í fylkismóti Sogn og Fjordane.
Með ótrúlegum hætti fór boltinn í netið þrátt fyrir að hafa fyrst farið í þverslá og hátt í loft upp. Markmaður Sandane reiknaði með því að boltinn væri víðs fjarri og fór úr markinu en þegar boltinn lenti aftur á gólfinu var snúningurinn á honum það mikill að hann rúllaði í markið. Stryn stelpurnar unnu leikinn 7-6 eftir vítaspyrnukeppnina og unnu svo úrslitaleikinn 1-0.
Marie segir við norska vefmiðilinn Frida að hún hafi ekki áttað sig á því hvað gerðist í fyrstu en svo fóru allir að fegna og þá sá hún að hún hefði skorað. Marie er hálfur Íslendingur, en pabbi hennar er Jóhann Sigurðsson Þorvaldssonar og Hallfríðar Friðriksdóttur á Sauðárkróki.
Myndband af markinu má sjá hér fyrir neðan.
Uppfært: Því miður hefur myndbandið verið fjarlægt af YouTube.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.