Skagafjörður baðaður norðurljósum

Það var stjörnubjartur og fagur himininn í Skagafirði þann 14. janúar, baðaður skærgrænum norðurljósum. Ljósm./Þorgrímur Ómar Tavsen
Það var stjörnubjartur og fagur himininn í Skagafirði þann 14. janúar, baðaður skærgrænum norðurljósum. Ljósm./Þorgrímur Ómar Tavsen

Himininn var einstaklega fagur síðastliðið fimmtudagskvöld, stjörnubjartur og baðaður skærgrænum norðurljósum. Þorgrímur Ómar Tavsen smellti af nokkrum gullfallegum myndum á Hofsósi og fékk Feyki til birtingar.

Í almanaki Háskóla Íslands segir að norðurljósin myndist þegar hraðfara rafagnir, aðallega rafeindir, komi inn í háloftin og rekast á frumeindir og sameindir gufuhvolfsins. Rafeindirnar koma ekki beint frá sólinni heldur úr segulhvolfi jarðar, þeim megin sem frá sólu snýr. Það er samspil rafagna frá sólinni og segulsviðs jarðar sem veitir rafeindunum þá orku sem þarf til að mynda ljósadýrðina. 

Feyki þakkar Þorgrími fyrir myndirnar og hvetur lesendur til að senda myndir flottar myndir, sem teknar eru af ýmsu tilefni, til birtingar. Hægt er að senda þær á netfangið feykir@feykir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir