Sigríður Fjóla skaraði fram úr
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Hestar
02.05.2024
kl. 11.30
Útskriftarhelgi Reiðmannsins fór fram um liðna helgi á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Á laugardag kepptu nemendur sem höfðu náð bestum árangri í sínum hópum til úrslita. Reynisbikarinn hlýtur sá er efstur stendur úr Reiðmanninum II og í ár var það Sigríður Fjóla Viktorsdóttir á Prins frá Syðra-Skörðugili, sem reyndist hlutskörpust.
Í fjórða sæti voru Guðrún Hanna Kristjánsdóttir og Vænting frá Hlíð og í því sjöunda Sigfríður Jódís Halldórsdóttir og Frár frá Skefilsstöðum. Kennari reiðmannsins á Sauðárkróki er Finnbogi Bjarnason.
Heimild: Skagfirðingur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.