Rusl plokkað um allan Skagafjörð

Fólk á öllum aldri tók þátt. MYND GG
Fólk á öllum aldri tók þátt. MYND GG

Umhverfisdagur Fisk Seafood var laugardaginn 4. maí sl. og hefur aðsóknin aldrei verið meiri. Fjöldi fólks plokkaði rusl um allan Skagafjörð og var ræst til verks á slaginu tíu.

Stefanía Inga gæðastjóri Fisk Seafood sagði í samtali við Feyki að 801 einstaklingur hefði plokkað fyrir íþróttafélögin og því heildarupphæð í styrk 9.612.000 kr. Til gamans má geta þess að í fyrra voru það 754 sem mættu til að plokka.

Stefanía var búin að fá upplýsingar frá Flokku um tonnafjölda af rusli sem var tínt og voru það 17,6 tonn af rusli sem safnað var í ár aðeins minna en í fyrra en þá voru tekin 18,4 tonn af rusli. Umhverfisdagur Fisk Seafood hefur hlotið viður- kenningu fyrir einstak framtak en verkefninu var komið á fót til að ýta undir samvinnu- og umhverfis- hugsjón í samfélaginu. Verkefnið hefur stækkað ár frá ári og er öllum deildum og aðildarfélögum innan UMSS boðið að taka þátt og Fisk greiðir 12.000 krónur á hvern þátttakanda og þegar plokki líkur er öllum boðið til hádegisverðarveislu á eftir.

 

Það er deginum ljósara að svona dagur er þvílík kjarabót fyrir íþróttafélögin og fjörðurinn er 17,6 tonnum fátækari af rusli – framtakið er einstakt og til algjörar fyrirmyndar. /gg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir