Ljóst að tónlistarnám á Sauðárkróki rúmast í Árskóla

Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 16. mars sl. að skoða möguleikann á að færa tónlistarnám á Sauðárkróki að hluta eða öllu leyti inn í Árskóla frá og með skólaárinu 2016-2017, líkt og gert er í Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna.

Málið var tekið til umræðu á ný á fundi nefndarinnar sl. mánudag og fram kom að ljóst er að  tónlistarnámið á Sauðárkróki rúmist í Árskóla. Fræðslunefnd leggur til að farið verði í nauðsynlegar framkvæmdir svo hefja megi kennsluna þar í upphafi skólaárs 2016-2017. 

Nefndin lýsir yfir vilja sínum til að færa kennsluna úr Borgarflöt í Árskóla og vísar greinargerð og kostnaðaráætlun til byggðarráðs,“ segir loks í fundargerð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir