Línudans sýnd í Sauðárkróksbíó - Barátta gegn lagningu Blöndulínu 3

Mynd: Hrafn Margeirsson flytur ræðu við vígslu skiltis sem stendur við Arnarstapa og undirstrikar mótmæli gegn Blöndulínu 3. Mynd: Ólafur Rögnvaldsson.
Mynd: Hrafn Margeirsson flytur ræðu við vígslu skiltis sem stendur við Arnarstapa og undirstrikar mótmæli gegn Blöndulínu 3. Mynd: Ólafur Rögnvaldsson.

Heimildamyndin Línudans verður sýnd í Króksbíói nk. laugardagskvöld en hún fjallar um baráttu bænda og landeigenda í Skagafirði og Eyjafirði fyrir því að Landsnet breyti áformun sínum um lagningu Blöndulínu 3. Krafist hefur verið að tekið verði tillit til annarra atvinnugreina en stóriðju og að náttúruverndarsjónarmið verði virt.

Að sögn Ólafs Rögnvaldssonar höfundar myndarinnar hófust tökur um páska 2012, þegar hópurinn hélt sinn fyrsta fund. Myndin fylgir atburðarásinni í rúm fjögur ár, eða þangað til umhverfisráðherra krafðist þess að Blöndulína færi í nýtt umhverfismat.

„Myndin lýsir baráttunni frá sjónarhóli þeirra einstaklinga sem standa í fylkingarbrjósti. Hún er baráttusaga fólks sem á við ofurefli að etja gagnvart öflugu ríkisfyrirtæki sem hefur einkarétt á dreifingu rafmagns og er vant að fara sínu fram. Maðurinn, bóndinn á sinni torfu, í sínu ríki, er hér í dramatísku hlutverki - í eldlínu átaka sem enginn sér fyrir endann á,“ segir í kynningu myndarinnar. Línudans var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Lubeck í byrjun nóvember sl. og á Íslandi á Stockfish hátíðinni þann 27. febrúar  s.l.

Sýningin hefst klukkan 20.00.   

Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir